Fyrrverandi þjálfari kínverska landsliðsins í lífstíðarfangelsi Hinn kínverski Li Tie hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja þar í landi sem og múta fólki til að komast í þjálfarastól kínverska landsliðsins. Hann lék með Everton á Englandi frá 2002 til 2006. 23.2.2024 20:32
Gengur hvorki né rekur hjá Lyngby án Freys Íslendingalið Lyngby tapaði 1-0 fyrir Randers í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta er annað tap liðsins í röð eftir að deildin hófst aftur eftir jólafrí. 23.2.2024 20:06
Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. 23.2.2024 19:15
Dæmdur í árs fangelsi fyrir að höfuðkúpubrjóta mann Ilias Chair, landsliðsmaður Marokkó og leikmaður QPR í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í árs fangelsi af dómstól í Belgíu fyrir stórfellda líkamsárás. Höfuðkúpubraut hann mann með grjóti. 23.2.2024 18:26
Þjálfarinn sá fjórtán ára Rooney á leið á skrallið með áfengi og sígarettur Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og um tíma markahæsti leikmaður enska landsliðsins, fór yfir víðan völl í viðtalsþættinum Stick to Football á dögunum. 23.2.2024 07:00
Dagskráin í dag: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Dregið er í næstu umferð Evrópu- og Sambandsdeilda karla í knattspyrnu í dag. Þá sýnum við frá stórleik í ensku B-deildinni, íslenskum körfubolta, golfi, Formúlu 1 og íshokkí. 23.2.2024 06:00
Myndasyrpa frá magnaðari endurkomu í fullri Laugardalshöll Ísland hefur leik í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta sem fram fer á næsta ári með gríðarlega mikilvægum fimm stiga sigri á Ungverjalandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. 22.2.2024 23:31
Svilar hetjan þegar Roma komst áfram eftir vítaspyrnukeppni Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri. 22.2.2024 23:25
Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 22.2.2024 23:00
Góður annar leikhluti lagði grunninn að sigri Ítalíu Ítalía lagði Tyrkland í undankeppni EM karla í körfubolta sem fram fer á næsta ári. Um var að ræða fyrsta leik þjóðanna í undankeppninni. Ítalía og Tyrkland eru í B-riðli ásamt Íslandi og Ungverjalandi. 22.2.2024 22:45