Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. 5.2.2024 23:01
Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir. 5.2.2024 22:10
Gott gengi Rómverja ætlar engan endi að taka Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho. 5.2.2024 21:55
Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. 5.2.2024 21:30
Bayern á toppinn eftir stórsigur Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 4-0 stórsigur á Freiburg og lyftu sér upp á topp úrvalsdeildar kvenna þar í landi. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var að sjálfsögðu á sínum stað í hjarta varnarinnar. 5.2.2024 20:50
Sá verðmætasti þurfti að fara undir hnífinn Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð, verður frá keppni í dágóða stund eftir að fara undir hnífinn vegna meiðsla á hné. 5.2.2024 20:30
Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. 5.2.2024 20:01
Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017. 5.2.2024 19:15
Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. 5.2.2024 18:31
Valur hafnaði tilboði Breiðabliks í Aron Jó Þrátt fyrir miklar breytingar á þjálfarateymi og leikmannahóp þá er Breiðablik stórhuga fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla. Liðið bauð í Aron Jóhannsson, leikmann Vals, en tilboðinu var hafnað. 5.2.2024 17:46