Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 23:01 Samúel Samúelsson eftir að Vestri tryggði sér sæti í efstu deild. Vísir/Stöð 2 Sport Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. Vestri mun leika í Bestu deild karla á komandi leiktíð eftir að hafa komist upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar á síðasta ári. Mikil spenna er í bænum en Sammi telur þó bæinn ekki standa nægilega vel við bakið á knattspyrnudeildinni. Hann segir einfaldlega allt skotið niður. „Það er hreint með ólíkindum hvernig Ísafjarðarbær reynir markvisst að vinna gegn knattspyrnu hérna í bænum. Allar þær leiðir sem við kjósum og viljum vinna í sátt og samlyndi með bænum eru skotnar niður,“ sagi Sammi og heldur áfram. Kæmi mér ekki á óvart ef að Ísafjarðarbær myndi hreinlega óska eftir því að það verði ekki spilaður fótbolti hér í bæ. Það er hreinlega allt gert til að sjá til þess að það kosti vandræði og en meiri vinnu heldur en fyrir er. Takk kærlega fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar!“ Fyrr í dag fundaði bæjarstjórn Ísafjarðar og þar var „Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi“ fyrsta mál á dagskrá. Þar segir: „Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.“ „Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.“ „Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.“ Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Vestri mun leika í Bestu deild karla á komandi leiktíð eftir að hafa komist upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar á síðasta ári. Mikil spenna er í bænum en Sammi telur þó bæinn ekki standa nægilega vel við bakið á knattspyrnudeildinni. Hann segir einfaldlega allt skotið niður. „Það er hreint með ólíkindum hvernig Ísafjarðarbær reynir markvisst að vinna gegn knattspyrnu hérna í bænum. Allar þær leiðir sem við kjósum og viljum vinna í sátt og samlyndi með bænum eru skotnar niður,“ sagi Sammi og heldur áfram. Kæmi mér ekki á óvart ef að Ísafjarðarbær myndi hreinlega óska eftir því að það verði ekki spilaður fótbolti hér í bæ. Það er hreinlega allt gert til að sjá til þess að það kosti vandræði og en meiri vinnu heldur en fyrir er. Takk kærlega fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar!“ Fyrr í dag fundaði bæjarstjórn Ísafjarðar og þar var „Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi“ fyrsta mál á dagskrá. Þar segir: „Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.“ „Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.“ „Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.“ Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi.
„Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.“ „Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.“ „Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira