Loks vann Valur leik Það tók Val fjórar umferðir að vinna leik í Olís-deild karla í handbolta. Eftir þrjár umferðir án sigurs mættu KA-menn á Hlíðarenda og sáu aldrei til sólar, lokatölur 38-27. 25.9.2024 19:46
Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25.9.2024 18:59
Sveindís Jane og Sædís Rún í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Sveindís Jane Jónsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir gríðarlega örugga sigra í kvöld. 25.9.2024 18:31
Tók Kristal Mána aðeins tvær mínútur að skora Kristall Máni Ingason lagði grunninn að sigri Sönderjyske á Ishöj í bikarkeppni karla í knattspyrnu í Danmörku. Það tók hann aðeins tvær mínútur að skora eftir að hann kom inn af bekknum. 25.9.2024 17:32
Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25.9.2024 16:59
„Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma“ Sir Alex Ferguson, hinn goðsagnakenndi þjálfari Manchester United, settist niður á dögunum og ræddi eiginkonu sína heitina, Cathy. Einnig ræddi hann heilabilanir og hvað hann hefur gert til að halda sér sem skörpustum í ellinni. 22.9.2024 07:02
Dagskráin í dag: Formúla 1, Bestu deildirnar, Sveindís Jane og NFL Það er svo mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag að það er nánast of mikið. Við bjóðum upp á veislu í Bestu deildum karla og kvenna, Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg, NFL, NHL og golf. 22.9.2024 06:01
McGregor fær ekki keppinaut fyrr en hann er leikfær á ný Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins, segir Conor McGregor ekki fá staðfestan keppinaut fyrr en hann er orðinn leikfær og geti gefið dagsetningu á næsta bardaga sínum. 21.9.2024 23:31
„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. 21.9.2024 23:31
Norris á ráspól í Singapúr Lando Norris hafði betur gegn sínum helsta keppinaut í baráttunni um heimsmeistaratitil Formúlu 1 og hefur leik í kappakstur helgarinnar á ráspól. Max Verstappen, margfaldur heimsmeistari, kemur þar á eftir. 21.9.2024 23:02