„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2025 12:32 Höskuldur í leik gegn KR. Vísir/Diego Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út. Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Höskuldur settist niður með Arnari Laufdal Arnarssyni í hlaðvarpinu Grænu Stofunni á dögunum. Þar fór fyrirliði Breiðabliks yfir víðan völl og meðal annars af hverju hann hefur öll þessi ár spilað hér á landi þegar hann er meira en nægilega góður til þess að spila erlendis sem atvinnumaður. Eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð frá 2017 til 2019 kom Höskuldur heim og hefur oftar en ekki verið orðaður við félög erlendis. Ekkert hafði þó heillað þennan fjölhæfa þrítuga einstakling fyrr en Freyr Alexandersson og Brann bönkuðu upp á fyrir komandi tímabil. „Hef verið hreinskilinn með að það þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu til að státa Breiðabliki við fyrir mér. Bæði fótboltalega og þýðingarlega,“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það hefur ýmislegt komið upp. Brann svo tikkar í það box að vera í efstu hillu, topp fimm klúbbur í Skandinavíu. Það var eitthvað sem ég skoðaði vel, gerði af yfirvegun og í góðu samráði við alla hér.“ Höskuldur segir margt spila inn í að hann hafi ekki farið til Brann. Helst þá að hann varð faðir fyrir ekki svo löngu síðan. „Þurfti að taka inn í myndina að maður er ekki lengur einhver 20-25 ára sjomli sem getur gert það sem hann vill, konan er í góðri vinnu hérna heima og ég sjálfur með rekstur og ábyrgð þar.“ „Það var mikill heiður að vera eftirsóttur af svona stórum klúbb á þessum tímapunkti, mikil viðurkenning fyrir fyrri störf. Þetta var valdeflandi atburðarás,“ bætti fyrirliðinn við. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum ofar í fréttinni. Höskuldur, sem á að baki 8 A-landsleiki, 35 Evrópuleiki og 213 leiki í efstu deild mun án efa vera í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir Víking klukkan 19.15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira