Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. 2.8.2025 14:55
Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu. 2.8.2025 13:53
Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. 2.8.2025 11:28
Hnífurinn reyndist grilltangir Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir. 2.8.2025 10:12
Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Gul veðurviðvörun er í gildi á Faxaflóa og Breiðafirði vegna hvassrar sunnanáttar. Á Breiðafirði tók viðvörunin gildi kukkan níu en klukkan tíu á Faxaflóa. Búast má við sunnan þrettán til 23 metrum á sekúndu og hviðum á bilinu 25-30. 2.8.2025 09:57
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2.8.2025 09:24
Læti í miðbænum og í veðrinu Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. 2.8.2025 08:06
Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. 2.8.2025 07:36
Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Kröftug samskil munu ganga norðaustur yfir landið í kvöld og í nótt en þeim mun fylgja suðvestan slagveðursrigning. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands segja að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu og hvassast með suðvesturströndinni. 1.8.2025 16:29
Gary Busey játar kynferðisbrot Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér. 1.8.2025 15:52
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti