Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. 1.10.2025 11:33
Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Baldvin Björgvinsson, kennari og skútuskipstjóri sem bjó lengi við Fossvoginn, segir nýja brú sem byggja á yfir voginn vera dauðagildru. Hann segir engar nothæfar vindmælingar hafi verið gerðar í Fossvoginum en þar geti orðið bálhvasst. 30.9.2025 21:40
Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi fannst látinn nálægt fjögurra stjörnu hóteli í París. Hans var leitað af lögreglu að beiðni eiginkonu hans. 30.9.2025 20:45
Snaps teygir anga sína út á Hlemm Veitingastaðurinn Snaps teygir nú anga sína á Hlemm Mathöll. Rekstrarstjóri staðarins vonast til að hægt verði að opna staðinn í byrjun nóvember. 30.9.2025 19:56
Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. 30.9.2025 18:55
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. 30.9.2025 17:35
Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. 30.9.2025 16:13
Misstu allt samband við Internetið Íbúar í Afganistan misstu samband við Internetið í dag. Sambandsleysið kemur í kjölfar þess að Talíbanarnir sem eru við stjórnvölinn lokuðu fyrir aðgang að Internetinu fyrir tveimur vikum. 29.9.2025 22:00
Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlendir fjölmiðlar, þá sérstaklega breskir, hafa fjallað um gjaldþrot flugfélagsins Play. Einn þeirra segir að gjaldþrotið hafi áhrif á tólf þúsund farþega. 29.9.2025 20:28
Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29.9.2025 19:41