Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Strákarnir í 4. flokki Selfoss í fótbolta tóku sig til og söfnuðu peningum til styrktar jafnaldra sínum í HK, Tómasi Frey Guðjónssyni, sem glímir við krabbamein. 24.3.2025 12:01
Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. 24.3.2025 11:30
Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. 24.3.2025 10:31
„Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Skautafélag Reykjavíkur sakar Fjölni um að „kæra sig inn í úrslit“ Topp-deildar karla í íshokkí og ætlar að svara fyrir með því að kæra úrslit leikja hjá Fjölnismönnum sem „kasti steinum úr glerhúsi“. 24.3.2025 09:37
Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Reynslumikill körfuboltaþjálfari í New York hefur verið rekinn eftir að hann greip utan um tagl stelpu sem hann þjálfaði og kippti í hárið. Þetta gerði hann þegar leikmaðurinn var grátandi eftir naumt tap, eins og sjá má á myndbandi. 24.3.2025 09:01
Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld. 24.3.2025 08:31
Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23.3.2025 22:16
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23.3.2025 19:48
„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. 23.3.2025 19:31
Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23.3.2025 18:48