Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur verið valinn að nýju í íslenska fótboltalandsliðið fyrir síðustu leikina í undanriðlinum fyrir HM 2026. Hörður Björgvin Magnússon snýr einnig aftur. 5.11.2025 13:03
Svona var blaðamannafundur Arnars Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur ákveðið hvaða leikmenn verða í hópnum í síðustu tveimur leikjunum í undanriðlinum fyrir HM 2026, gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í þessum mánuði. Bein útsending frá blaðamannafundi hans var á Vísi. 5.11.2025 12:32
Ánægð með að mæta Íslandi Eins og búast mátti við eru viðbrögðin við riðli Íslands í undankeppni HM kvenna í fótbolta öll á þann veg að um enn eitt einvígi Spánar og Englands verði að ræða. Hinn sigursæli landsliðsþjálfari Evrópumeistara Englands fagnar því að mæta Íslendingum. 5.11.2025 11:01
Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FC Kaupmannahafnar og gæti komið við sögu í London í kvöld þegar liðið sækir Tottenham heim í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 4.11.2025 15:55
David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ David Beckham er orðinn Sir David Beckham eftir að hann var í dag aðlaður fyrir þjónustu sína í þágu fótboltans og bresks samfélags. 4.11.2025 15:26
Fram líka fljótt að finna nýja ást Framarar hafa ráðið Anton Inga Rúnarsson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins í fótbolta og hann mun því stýra Fram í Bestu deildinni næsta sumar. 4.11.2025 14:55
Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, Tottenham og West Ham, settist niður og svaraði spurningum Kjartans Atla Kjartanssonar um ýmislegt sem tengist enska boltanum, í fróðlegu viðtali. 4.11.2025 14:33
Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Ísland verður í riðli með heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands í undankeppni HM kvenna í fótbolta á næsta ári. 4.11.2025 12:43
Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Það ræðst í hádeginu í dag hvaða þjóðum Ísland mætir í undankeppninni fyrir HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Brasilíu sumarið 2027. Ísland er eitt fárra landa sem ákveðnar skorður gilda um fyrir dráttinn. 4.11.2025 11:00
Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Um tíma á laugardaginn sat Manchester United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í lifandi stigatöflu deildarinnar, en eftir leiki laugardagsins var liðið í 7. sæti. Það er mun líklegri niðurstaða fyrir United en 2. sæti, að mati sérfræðinga Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport. 3.11.2025 17:00