Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Manchester United færist sífellt nær því að ráða nýjan aðalþjálfara til bráðabirgða eftir að Rúben Amorim var rekinn á mánudaginn. Ole Gunnar Solskjær mun hitta forráðamenn félagsins á morgun og funda með þeim. 9.1.2026 23:00
Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum B-deildarlið Wrexham gerði sér lítið fyrir og sló út Nottingham Forest í kvöld í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Liðið er því komið áfram í 32-liða úrslit. 9.1.2026 22:27
Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er enn að bíða eftir því að komast á fulla ferð eftir meiðsli en hann gat þó fagnað ævintýralega sætum sigri af varamannabekknum, þegar Real Sociedad vann Getafe á útivelli í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. 9.1.2026 22:11
Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Generalprufa strákanna okkar fyrir EM í handbolta verður gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands, á þeirra heimavelli, á sunnudaginn. Fyrstu mótherjar Íslands á EM, Ítalir, fögnuðu sigri í kvöld. 9.1.2026 21:46
Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótboltakonan efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir sænska stórveldið Rosengård og snýr aftur á Hlíðarenda. 9.1.2026 21:15
Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Bryan Mbeumo, Carlos Baleba og félagar í landsliði Kamerún hafa lokið leik í Afríkukeppninni í fótbolta, eftir 2-0 tap gegn heimaliði Marokkó í kvöld í 8-liða úrslitum. 9.1.2026 21:05
Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Nýliðar Keflavíkur í Bestu deildinni í fótbolta geta nú teflt fram króatískum bræðrum sem spilað hafa landsleiki fyrir Palestínu. 9.1.2026 20:31
Tottenham fær brasilískan bakvörð Tottenham hefur tryggt sér brasilíska vinstri bakvörðinn Souza og greiðir fyrir hann fimmtán milljónir evra, eða um 2,2 milljarða króna. 9.1.2026 20:01
Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Senegal er komið áfram í undanúrslit Afríkukeppninnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Malí sem lék manni færra allan seinni hálfleikinn í dag. 9.1.2026 18:07
Bikarhetjan til KA Danski knattspyrnumaðurinn Jeppe Pedersen hefur skrifað undir samning við KA og mun spila með liðinu í Bestu deildinni á komandi leiktíð. 9.1.2026 17:29