Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. 7.7.2025 22:03
Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. 7.7.2025 16:01
Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. 7.7.2025 12:33
Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fjölmennasti leikur sem íslenskt kvennalandslið í fótbolta hefur tekið þátt í en um leið ein mesta sorgin sem leikmenn þess hafa þurft að takast á við innan vallar. EM er búið. Því lauk í Bern í kvöld. 6.7.2025 23:30
„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta. 6.7.2025 22:16
Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Íslands í stórleiknum gegn Sviss á EM kvenna í fótbolta í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur hrist af sér veikindin og byrjar leikinn. 6.7.2025 17:46
Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag. 6.7.2025 13:16
Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar gegn Sviss í kvöld í glænýjum, hvítum varatreyjum sem hannaðar voru sérstaklega fyrir Evrópumótið í Sviss. 6.7.2025 11:00
Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sandra María Jessen verður í ansi öðru umhverfi en hún hefur vanist í sumar, þegar hún stígur inn á troðfullan 30.000 manna Wankdorf-leikvanginn í kvöld eftir að hafa spilað inni í Boganum með Þór/KA. 6.7.2025 10:30
Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Stærsta stjarna svissneska liðsins, sem Ísland mætir á EM í kvöld, er alls ekki besti leikmaður liðsins. Alisha Lehmann er með 17 milljón fylgjendur á Instagram, langflesta af öllum fótboltakonum í heiminum. Sveindís Jane Jónsdóttir segir það gefa leiknum aukakrydd að Sviss sé með Lehmann innanborðs. 6.7.2025 09:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent