Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í kvöld bæði í íslenska og enska fótboltanum, í beinum útsendingum á sportstöðvum Sýnar. 18.8.2025 06:02
Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Finnski skíðaskotfimikappinn Arttu Heikkinen, fyrrverandi heimsmeistari ungmenna, hefur verið ákærður fyrir að skjóta guðföður sinn þegar þeir voru á fuglaveiðum. 17.8.2025 23:15
„Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. 17.8.2025 22:48
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17.8.2025 22:00
Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. 17.8.2025 21:46
Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Evrópu- og Frakklandsmeistarar PSG hófu titilvörn sína í frönsku 1. deildinni í kvöld á því að vinna nauman sigur gegn Nantes, 1-0. 17.8.2025 20:55
Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Ísak Bergmann Jóhannesson og hans nýju liðsfélagar í FC Köln voru afar nálægt því að falla úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, gegn 3. deildarliði Regensburg, en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og unnu sigur. Ísak skoraði sigurmarkið. 17.8.2025 19:23
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17.8.2025 18:50
Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Þór vann afar dýrmætan 1-0 sigur gegn ÍR í Breiðholti í dag. Óhætt er að segja að toppbaráttan í Lengjudeildinni í fótbolta sé núna í algjörum hnút. 17.8.2025 18:05
Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord en hann gerði bæði mörk liðsins í dag. 17.8.2025 17:48