Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Danmörk átti ekki í vandræðum með að leggja Hvíta-Rússland að velli í undankeppni HM í fótbolta í kvöld, 6-0. Átta leikir fóru fram í undankeppninni í Evrópu í dag. 9.10.2025 21:31
Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Tvö Íslendingalið fögnuðu sigri í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld en lið Pick Szeged var án Janusar Daða Smárasonar vegna meiðsla og varð að sætta sig við tap. 9.10.2025 20:57
Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Þórsarar voru afar nálægt því að landa sigri í Kaplakrika í kvöld en nýliðarnir urðu að sætta sig við jafntefli við FH, 34-34, í Olís-deild karla í handbolta. Stjarnan sótti tvö stig á Selfoss. 9.10.2025 20:48
Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Íslensku þjálfararnir Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Þór Gunnarsson stýrðu liðum sínum til sigurs í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, þegar fjöldi Íslendinga var á ferðinni. 9.10.2025 19:21
Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Á meðan að strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu undirbúa stórleikinn við Úkraínu annað kvöld, í baráttu sinni um sæti á HM 2026, eru tuttugu þjóðir þegar búnar að tryggja sér farseðilinn á mótið. 9.10.2025 18:04
Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, fær það hlutskipti að stýra bandaríska karlalandsliðinu í körfubolta fram yfir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Bandaríkjunum 2028, í Los Angeles. 9.10.2025 18:01
Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson var einn af stigahæstu leikmönnum Jonava þegar liðið vann Siauliai í bikarkeppninni í körfubolta í Litháen í dag, 88-80. 9.10.2025 17:45
„Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9.10.2025 07:03
Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Það eru fjórir flottir leikir á dagskrá í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, þar sem meðal annars mætast Tindastóll og Keflavík, og undankeppni HM í fótbolta heldur áfram. 9.10.2025 06:03
Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu verða ekki einu Íslendingarnir á EM í janúar næstkomandi. Nú er ljóst að þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða í hópi þeirra dómarapara sem EHF, Handknattleikssamband Evrópu, treystir til að sjá um dómgæsluna á mótinu. 8.10.2025 23:17