Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson keppti í dag á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum, í Tókýó í Japan. Hann var talsvert langt frá sínu besta í dag og þar með ekki nálægt því að komast í úrslit. 17.9.2025 11:21
Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Degi eftir að hafa spilað með Villarreal gegn Tottenham í Lundúnum í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, mætti Thomas Partey í réttarsal í ensku höfuðborginni og lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun. 17.9.2025 11:02
Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 17.9.2025 10:02
Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Daníel Tristan Guðjohnsen, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands, skoraði bæði mörk Malmö í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg á útivelli. Mörkin má sjá í greininni. 14.9.2025 16:58
Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu frábæran fimm marka sigur gegn meisturum Füchse Berlín í dag, 34-29, í þýsku 1. deildinni í handbolta. Íslenska tríóið skoraði tólf mörk fyrir Magdeburg í 32-23 sigri á Stuttgart. 14.9.2025 16:35
Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum. 14.9.2025 16:18
Víti í blálokin dugði Liverpool Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna. 14.9.2025 14:45
Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var afar óánægður með gula spjaldið sem hann fékk í grannaslag með Djurgården gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann hneykslaðist á dómaranum í viðtali í hálfleik og lagði svo upp mark í seinni hálfleiknum, í 3-3 jafntefli. 14.9.2025 14:24
Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, bíður enn eftir því að hefja nýtt tímabil með Bayern vegna glímu við meiðsli. Hún gat því ekki mætt Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 14.9.2025 14:08
Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Jamaíka eignaðist gull- og silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag og einnig silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi kvenna. 14.9.2025 13:40