Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu. 30.3.2025 10:02
Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu afar sætan sigur gegn LA Galaxy í Kaliforníu í gærkvöld, 2-1, með skrautlegu sigurmarki í MLS-deildinni í fótbolta. 30.3.2025 09:30
Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Íslenskar landsliðskonur voru á ferðinni í danska og sænska fótboltanum í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru í erfiðri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitum danska bikarsins. 29.3.2025 16:21
Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og fagnaði sigri. Á Ítalíu lék Íslendingalið Venezia enn einn leikinn án þess að skora og varð að sætta sig við tap. 29.3.2025 16:05
Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir komuna frá Ítalíu, og það með aðstoð liðsfélaga síns úr íslenska landsliðinu. 29.3.2025 15:28
Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda. 29.3.2025 15:08
Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion. 29.3.2025 14:43
Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, með afar flottum 3-0 sigri gegn Fulham í Lundúnaslag á Craven Cottage. Mörkin má sjá á Vísi. 29.3.2025 14:15
Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. 29.3.2025 13:30
Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. 29.3.2025 12:41