Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Slóvenar mæti í sinn síðasta leik á HM í handbolta í kvöld án þess að leggja allt í sölurnar til þess að vinna nágranna sína í Króatíu. 26.1.2025 10:29
Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar raðir. 26.1.2025 10:11
Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. 26.1.2025 09:32
Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag. 25.1.2025 16:49
Einbeittur brotavilji Víkinga Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ. 25.1.2025 16:37
Allir vonsviknir af velli í Varazdin Austurríki og Holland urðu á endanum að sætta sig við jafntefli, 37-37, í milliriðli tvö á HM karla í handbolta í dag. Það eykur líkurnar á að Ungverjar fylgi Frökkum upp úr riðlinum, og í 8-liða úrslit við lið úr milliriðli Íslands. 25.1.2025 16:21
Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur fengið þau skilaboð frá vinnuveitendum sínum í FC Kaupmannahöfn að hann skuli finna sér nýtt félag. 25.1.2025 15:32
Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Fram kom sér aftur upp fyrir Hauka í 2. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í dag með öruggum sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, 25-17. 25.1.2025 14:52
Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Íslendingaliðið Düsseldorf afar dýrmætan 3-2 útisigur gegn Karlsruhe í dag, með sigurmarki í uppbótartíma. 25.1.2025 14:02
Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ Þórskonur virðast hreinlega óstöðvandi í Bónus-deildinni í körfubolta og þar hjálpar til mögnuð þriggja stiga hittni þeirra Amandine Toi og Esther Fokke, eins og fjallað var um í Körfuboltakvöldi kvenna á Stöð 2 Sport. 25.1.2025 12:30