Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13.7.2021 20:01
Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu. 12.7.2021 19:29
Draumurinn um að ganga meðfram sjávarsíðunni rættist „Ég finn það í dag að ég lít ekkert á það sem sjálfsagðan hlut að vera á lífi og vera frjáls. Bara svona pínulitlir hlutir eins og að fara í vinnuna og elda mat – ég finn fyrir þakklæti, að ég fái að upplifa þetta allt saman,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir. 12.7.2021 10:44
Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr „Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn. 8.7.2021 18:31
Flugumferðarstjórum sagt upp vegna gruns um nauðgun Tveimur flugumferðarstjórum hefur verið sagt upp störfum hjá dótturfélagi Isavia, Isavia ANS, vegna gruns um að hafa nauðgað nemanda í flugumferðarstjórn. Starfsmannafundir hafa verið haldnir vegna málsins. 8.7.2021 12:00
Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. 7.7.2021 21:31
Þurfa að mæta oftar í vinnuna eftir styttingu vinnuvikunnar Sjúkraliðar þurfa að mæta oftar í vinnuna nú en áður en stytting vinnuvikunnar var innleidd, að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallar eftir úrbótum. Skýrsla um styttingu vinnuvikunnar hér á landi hefur vakið heimsathygli. 7.7.2021 19:00
Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 7.7.2021 18:31
Óttast um Hvaleyrarvatn vegna lágrar vatnsstöðu Vatnsstaða í Hvaleyrarvatni er óvenju lág og mælist ekki nema rétt rúmur metri um mitt vatnið. Dælt hefur verið ofan í vatnið undanfarna daga með litlum árangri, að því er virðist vera. 2.7.2021 19:32
Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina. 2.7.2021 14:00