Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Gosið enn á ný að skipta um gír

Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að skipta um takt og mælist nú nánast enginn gosórói, eftir mikil læti í nótt. Það er þó engin vísbending um endalok gossins, að sögn jarðeðlisfræðings.

Líklega endurbólusett með öðru en Janssen

Embætti landlæknis hefur það til skoðunar hvort fólk með bóluefni frá Janssen þurfi á endurbólusetningu að halda. Yfirlæknir á sóttvarnasviði embættisins segir að næsti skammtur verði þá af öðru bóluefni en Janssen.

„Pínu töff að vera með bæði, Astra og Pfizer“

Þó einhverjir hafi ákveðið að fara úr röðinni að Laugardalshöll þegar tilkynnt var um að Astra Zeneca bóluefnið væri búið og að bólusett yrði með Pfizer í staðinn var því almennt vel tekið . Bólusetningar með seinni skammti af Astra Zeneca fóru fram fyrri hluta dags – eða þar til efnið kláraðist.

„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli”

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum.

Telja sig geta bjargað Suðurstrandarvegi með hraunbrú

Hægt er að bjarga Suðurstrandarvegi með svokallaðri hraunbrú yfir veginn, að sögn Magnúsar Rannvers Rafnssonar, verkfræðings og framkvæmdastjóra Línudans ehf. Magnús og aðrir verkfræðingar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafa lagt fram tillögu um brúna til almannavarna. Hann segir verkefnið bæði einfalt og fljótlegt í framkvæmd.

Blendnar tilfinningar á meðal lækna

Blendnar tilfinningar eru á meðal lækna vegna viðbragða heilbrigðisráðuneytisins við undirskriftalista tæplega þúsund lækna þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins.

Jóhanna sæmd heiðursmerki

Stjórn Samtakanna '78 sæmdi í dag Jóhönnu Sigurðardóttur heiðursmerki fyrir baráttu hennar í þágu réttinda hinsegin fólks. 

Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu.

Leyfðu sér ekki að missa vonina

Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni.

Sjá meira