Óttast um Hvaleyrarvatn vegna lágrar vatnsstöðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 19:32 Gísli Ásgeirsson, þýðandi og kennari, hefur tekið eftir miklum breytingum á Hvaleyrarvatni, sem er ein helsta náttúruperla höfuðborgarsvæðsins. Vísir/Sigurjón Vatnsstaða í Hvaleyrarvatni er óvenju lág og mælist ekki nema rétt rúmur metri um mitt vatnið. Dælt hefur verið ofan í vatnið undanfarna daga með litlum árangri, að því er virðist vera. Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.” Hafnarfjörður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.”
Hafnarfjörður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira