Óttast um Hvaleyrarvatn vegna lágrar vatnsstöðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 19:32 Gísli Ásgeirsson, þýðandi og kennari, hefur tekið eftir miklum breytingum á Hvaleyrarvatni, sem er ein helsta náttúruperla höfuðborgarsvæðsins. Vísir/Sigurjón Vatnsstaða í Hvaleyrarvatni er óvenju lág og mælist ekki nema rétt rúmur metri um mitt vatnið. Dælt hefur verið ofan í vatnið undanfarna daga með litlum árangri, að því er virðist vera. Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.” Hafnarfjörður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.”
Hafnarfjörður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira