Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16.2.2021 09:25
Veitur auka vöktun neysluvatns í Heiðmörk Veitur hafa sett upp vöktunarbúnað til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 16.2.2021 08:26
Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra. 16.2.2021 07:56
Mikill viðbúnaður víða um Bandaríkin vegna kulda og snjókomu Mikill viðbúnaður er nú í flestum ríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu sem gengið hefur yfir stóran hluta landsins og ekki síst í ríkjum sem alla jafna sjá ekki mikinn snjó. 16.2.2021 07:22
Rigning, slydda eða snjókoma í kortunum Það verður fremur hæg suðaustlæg átt í dag og dálitlar skúrir fyrri part dags en þurrt og bjart veður á Norðurlandi. Hiti verður eitt til sex stig. 16.2.2021 07:03
Fiskur og slor dreifðist um veginn Laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna. 16.2.2021 06:23
Gefa út leiðbeiningar fyrir öðruvísi öskudag Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir öskudaginn sem er næstkomandi miðvikudag. Öskudagur verður að öllum líkindum töluvert ólíkur því sem verið hefur undanfarin ár þar sem ekki er mælt með því vegna kórónuveirufaraldursins að börn fari syngjandi á milli verslana og fái nammi að launum. 15.2.2021 12:17
Vonar að stærstur hluti þjóðarinnar hafi fengið bólusetningu í sumar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vonar að það sama muni vera uppi á teningnum hér á landi hvað bólusetningar varðar og stefnt er að í Danmörku, það er að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu gegn Covid-19 í sumar. 15.2.2021 11:55
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist með veiruna innanlands. 15.2.2021 10:52
„Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15.2.2021 10:00