Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:56 Meghan og Harry sjást hér á Mountbatten-tónlistarhátíðinni í mars í fyrra en skömmu síðar losnuðu þau undan öllum sínum konunglegu skyldum. Getty/Simon Dawson Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra. Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira