Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum. 13.3.2021 08:01
Vegir víða lokaðir vegna ófærðar og vonskuveðurs Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og vonskuveðurs. Þjóðvegi 1 við afleggjarann að Hvammstanga var lokað í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður vegna slæms skyggnis og flutningabíla sem þvera veg. 12.3.2021 07:26
Þrjú þyrluútköll á einum degi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni. 12.3.2021 07:06
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12.3.2021 06:23
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11.3.2021 09:09
Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11.3.2021 08:08
„Önnur djúp lægð er ekki langt undan“ Hvassviðrið og úrkoman úr lægðinni sem var rétt austan við landið í gær heldur áfram í dag enda hefur lægðin færst langt síðasta sólarhringinn að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 11.3.2021 07:06
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11.3.2021 06:54
Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11.3.2021 06:18
Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10.3.2021 12:29