Það hefur því ef til vill lítið verið um svefnfrið í Grindavík og nágrenni en stærsti skjálfti næturinnar varð klukkan 00:58 á 5,4 kílómetra dýpi 3,2 kílómetra suður af Fagradalsfjalli.
Þá varð skjálfti að stærð 3,9 klukkan 03:51 sem átti upptök sína á fjögurra kílómetra dýpi tvo kílómetra suður af Fagradalfjalli. Hann fannst vel á Suðurnesjum en einnig á höfuðborgarsvæðinu.
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að langflestir skjálftar næturinnar séu við Fagradalsfjall.
Hann segir aðspurður engan óróa hafa mælst í nótt.
„En það hefur verið dálítið mikil skjálftavirkni engu að síður og dálítið margar skjálftar yfir þremur,“ segir Einar.
Þá er ekki enn byrjað að gjósa á svæðinu; Einar segir ekkert sjást á vefmyndavélum Veðurstofunnar eða neitt stökk á GPS-mælum en mjög vel sé fylgst með öllum mælum.