varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni?

Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins.

Vanmetinn „hálftími hálfvitanna“

Umræður um störf þingsins fara nú fram einu sinni í viku en ekki tvisvar eftir að skipulagi þingvikunnar var breytt í tilraunaskyni. Þingmaður Pírata gerir athugasemd  við það og segir umræðuna dýrmæta fyrir lýðræðið.

Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum.

Ekki von á frekari tilslökunum á næstunni

Sóttvarnalæknir segir hópsmit komið upp í samfélaginu en hann vonar að ný bylgja sé ekki hafin. Þá segir hann að Íslendingar megi ekki búast við frekari tilslökunum í sóttvörnum á næstunni.

Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið.

Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir

Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust.

Ákveðin vonbrigði og áminning

„Þetta eru ákveðin vonbrigði en minnir okkur á að það þarf mjög lítið til þess að hlutirnir fari af stað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, um innanlandssmitin sem greindust um helgina.

Dómsmálaráðherra og lögreglustjóra boðið að aflétta trúnaði

Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Pírata, hefur boðið dómsmálaráðherra og lögreglustjóra að aflétta trúnaði um það sem kom fram í máli þeirra á fundum nefndarinnar um símtöl ráðherra til lögreglustjóra á aðfangadag.

„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum.

Sjá meira