Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:03 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira