Norðurál leggst á árar með Norsk Hydro Fjöldi álframleiðenda hefur kallað eftir því að viðskiptaþvinganir Vesturlanda nái líka til rússneskra framleiðenda. Norðurál, dótturfélag Century Aluminum á Íslandi, tekur undir þann málflutning og kallar eftir því að hömlur verði settar á útflutning á rússnesku áli til Evrópu og Bandaríkjanna. 28.10.2022 11:10
IEA: Eftirspurn hráolíu heldur áfram að vaxa fram miðjan næsta áratug Þrátt fyrir að fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum hafi tekið kipp síðastliðin tvö ár mun notkun hráolíu og olíuafurða halda áfram að aukast fram á miðjan næsta áratug. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um ástand og horfur á orkumörkuðum. 27.10.2022 17:30
Raforkuverð til Rio Tinto á Íslandi hækkar vegna verðbólgu í Bandaríkjunum Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum. 27.10.2022 07:00
Landsvirkjun gæti orðið fjárfestir í rafeldsneytisframleiðslu Landsvirkjun gæti fjárfest í rafeldsneytisframleiðslu á næstu árum ásamt því að útvega raforku til framleiðslunnar. Þetta segir Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun, í samtali við Innherja. 25.10.2022 14:54
Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér. 20.10.2022 07:44
Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída. 19.10.2022 19:12
Óvenjumikil óvissa á olíumörkuðum Til skemmri tíma gæti olíuverð risið vegna minna framboðs af hráolíu frá Rússlandi. Hins vegar eru horfur fram á næsta ár dekkri þar sem stærstu hagkerfi heims eru að öllum líkindum á leið inn í samdráttarskeið. Þetta kemur fram í nýlegri greiningu Oxford Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 19.10.2022 11:38
Útsvarstekjur Reykjanesbæjar aukast um fimmtung milli ára Útsvarsgreiðslur til íslenskra sveitarfélaga jukust um 11,7 prósent milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, eða um samtals 22,6 milljarða króna, að því er kemur fram í gögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um greitt útsvar. Af stærstu sveitarfélögum landsins varð langmesta aukningin hjá Reykjanesbæ. 17.10.2022 17:15
Erlend kortavelta aldrei verið meiri í septembermánuði Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum. 13.10.2022 13:54
AGS: Fordæmalausar hækkanir á matvælaverði Matvælaverð hefur hækkað um meira en 50 prósent frá árinu 2020 og verð ákveðinna tegunda matvæla á hrávörumarkaði hefur meira en tvöfaldast á tímabilinu. Þetta kemur fram í samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á verðþróun hrávara sem teljast til matvæla. 13.10.2022 11:00