Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Nýjustu greinar eftir höfund

„Skyn­sam­legt“ að ÍL-sjóður fái að fjár­festa í hluta­bréfum og inn­viðum

Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. 

Stór­auknar vaxta­tekjur bankanna vega upp á móti minnkun annarra tekna

Útlit er fyrir að vaxtatekjur stóru viðskiptabankanna sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, hafi stóraukist milli ára á fjórða ársfjórðungi 2022 ef marka má afkomuspár greinenda. Aukning vaxtatekna gerir bönkunum kleift að viðhalda hárri arðsemi á sama tíma og aðrir tekjustofna láta undan.

Afstöðu bankanna ekki haggað með rökum eða fortölum, segir formaður SFF

Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SFF, furðar sig á því að bankarnir telji sig geta sloppið minna en 6 prósenta aukningu launakostnaðar á meðan aðrar atvinnugreinar hafa horft upp á meira en 10 prósenta hækkun vegna nýrra kjarasamninga. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna sem sjá ekki fram á að ná árangri í viðræðunum „með rökum eða fortölum“. 

Tenging við rússneskan ólígarka tafði kaup Rapyd á Valitor

Yfirtaka fjártæknifélagsins Rapyd á Valitor tafðist í meðförum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands eftir að í ljós kom að einn stærsti eigandi Rapyd væri tengdur rússneskum ólígarka og samkvæmt heimildum Innherja var gerð krafa um að tengslin yrðu rofin. Einn af stofnendum Target Global lét af störfum undir lok síðasta árs. 

Ardian opið fyrir frekari fjárfestingu á Íslandi

Franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian, sem gekk nýverið frá kaupunum á Mílu, er opið fyrir því að fjárfesta í fleiri innviðum hér á landi ef slík tækifæri bjóðast, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Nýr innviðasjóður Ardian var kynntur fyrir innlendum lífeyrissjóðum undir lok síðasta árs.

Hið árvissa metnaðarleysi í málefnum fjölmiðla

Þrátt fyrir að ekki finnist vottur af eftirspurn, hvorki frá hinum endanlegu gefendum né þeim þiggjendum sem mestu máli skipta, hefur ráðherra tekist að festa styrkjakerfið í sessi. Nú er orðinn árviss viðburður að frumvarp þess efnis sé lagt fram við dræmar undirtektir og á hverju ári er hægt að slá því föstu að ráðherra láti hjá líða að takast á við orsök versnandi rekstrarumhverfis fjölmiðla, þ.e. umsvif erlendra miðla og Ríkisútvarpsins.

Mesta aukning útsvarstekna í sex ár

Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu.

Sjá meira