Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við getum öll látið fé af hendi rakna“

„Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“

Tala látinna hækkar í fimm­tán

Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir.

Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel

Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar.

Atli Steinn genginn í það heilaga

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 

Tvær heima­gerðar sprengjur fundust á svæðinu

Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 

„Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri

Jocelyn Wildenstein, fyrrum milljarðamæringur þekkt sem „kattarkonan“, er látinn 84 ára að aldri. Wildenstein hlaut viðurnefnið „kattarkonan (e. Catwoman)“ vegna einkennandi útlits sökum fjölda lýtaaðgerða á andliti sem hún fór í til að líkjast ketti. 

Sjá meira