Stjórn FH fundar um stöðu Eiðs Smára eftir ölvunarakstur Stjórn knattspyrnudeildar FH situr þessa stundina fund þar sem staða Eiðs Smára Guðjohnsen, þjálfara liðsins, er umræðuefnið. Staða hans er sögð óörugg þar sem hann var nýlega tekinn drukkinn undir stýri. 6.10.2022 10:47
Núñez: „Ég skil ekki orð af því sem Klopp segir“ Darwin Núñez, framherji Liverpool, segist lítið skilja í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins. Enskukunnátta leikmannsins er ekki upp á sitt besta en hann kveðst vera á réttri leið eftir erfiða byrjun í Bítlaborginni. 5.10.2022 16:31
Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. 5.10.2022 16:00
Rosenborg kynnir Ísak Snæ til leiks Norska liðið Rosenborg hefur gengið frá kaupum á Ísaki Snæ Þorvaldssyni frá Breiðabliki. Ísak klárar tímabilið hér heima og fer til Rosenborgar um áramótin. 5.10.2022 14:33
Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. 5.10.2022 13:30
Eigandi City sakaður um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan, eigandi enska knattspyrnuliðsins Manchester City og staðgengill forsætisráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, gæti sætt rannsókn breskra yfirvalda vegna ásakana um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum breskra yfirvalda. 5.10.2022 12:30
Finnst bjór vondur en hefur framleiðslu á „Bale Ale“ Fótboltamaðurinn Gareth Bale hefur sjósett bjórvörumerki í samstarfi við velska bruggverksmiðju. Sölu á bjórnum er ætlað að styrkja grasrótarstarfsemi í velskum fótbolta. 5.10.2022 11:00
Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. 5.10.2022 10:09
Tölvupóstsamskipti sýna að Þór fékk grænt ljós áður en það varð rautt Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs úr Þorlákshöfn segir vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands í kringum félagsskipti Spánverjans Pablo Hernández koma illa niður á félaginu. Formaður sambandsins segist skilja gremju Þórsara en regluverkið sé skýrt. 5.10.2022 08:32
Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. 4.10.2022 17:15