Á láni hjá Víði og Vestra: Bjórinn frír og þagnarskylda um samninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 15:01 Joey Drummer verður í yfirvinnu í Laugardalnum um helgina. vísir/vilhelm Jóhann D. Bianco, einnig þekktur sem Joey Drummer, mun hafa í nógu að snúast um helgina. Það liggur við að hann flytji lögheimili sitt í Laugardal þar sem hann mun halda stemningunni uppi á tveimur úrslitaleikjum á föstudag og laugardag. Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira