Fréttir

Fréttamynd

Evran í hæstu hæðum

Gengi evru hefur styrkst nokkuð í dag en hún kostar nú rúma 101 krónu og hefur sjaldan verið dýrari. Að sama skapi hefur hún aldrei verið dýrari gagnvart bandaríkjadal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar hækka mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,34 prósent frá því viðskiptadagurinn hófst í Kauphöllinni í dag. Byrjun dags hefur verið með rólegasta móti en hreyfingar aðeins á átta fyrirtækjum í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala afurða í stóriðju lækkar um 16,8 prósent

Vísitala framleiðsluverð var 3,1 prósenti lægra í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Verðvísitala afurði í stóriðju lækkaði um 16,8 prósent á meðan vísitala sjávarafurða hækkaði um 3,4 prósent og matvælaframleiðslu um 4,3 prósent. Gengi krónunnar spilar stóra rullu í afurðaverðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánshæfishorfur ríkisins versna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfishorfur ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er nýleg lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna. Staða ríkissjóðs er sögð sterk enda skuldir þess nánast engar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 3,5 prósent innan OECD

Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Verðbólgan hér var 5,8 prósent á sama tíma. Mesta verðbólgan var í Tyrklandi en minnst í Japan,

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing og aðrir bankar á uppleið

Gengi Kaupþings hækkaði um rúm 1,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu allir íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin en gengi þeirra allra hefur hækkað um rúmt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dollarinn stígur upp af botninum

Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna

Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna

Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Novator með tvo í Elisu

Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórnarsæti um nokkurt skeið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að koma stöðugleika á og draga úr kostnaði

Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON fellur um rúm tvö prósent

Gengi bréfa í SPRON féll um 2,25 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stendur það í 5,65 krónum á hlut. SPRON samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða helming hagnaðar síðasta árs út í arð og skýrir það lækkunina í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð í sögulegu hámarki

Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur í metlægð gagnvart evru

Gengi bandaríkjadals gagnvart evru hefur hríðlækkað í kjölfar snarprar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum frá því í haust og er nú svo komið að hann hefur aldrei verið lægri gagnvart evru. Hlut að máli á sömuleiðis styrking á gengi evru, sem hefur sjaldan verið sterkara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Græn ljós kviknuðu á síðustu metrunum

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók kipp upp á við á síðasta hálftímanum sem markaðir voru opnir vestanhafs í dag. Stærstan þátt í viðsnúningnum á á CNBC sjónvarpsfréttastöðin vestra, sem greindi frá því skömmu fyrir lokun markaða að snemma í næstu viku verði greint frá jákvæðum fréttum sem komi skuldatryggingafyrirtækinu Ambac Financial Group til bjargar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan undir 5.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90 prósent í Kauphöll Íslands í dag og fór hún undir 5.000 stigin eftir hádegi í dag. Vísitalan stendur nú í 4.990 stigum og hefur fallið um rétt rúmt 21 prósent frá áramótum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Icelandair tekur dýfu

Hagnaður Icelandair Group dróst verulega saman á milli ára í fyrra. Hagnaðurinn nam 257 milljónum króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Þá tapaði félagið 780 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi samanborið 551 milljóna króna tap á sama tíma árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Airways á uppleið í Kauphöllinni

Færeyingarnir hjá flugfélaginu Atlantic Airways flugu upp um sex prósent prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en afkomutölur félagsins fyrir síðasta ár voru birtar í gær. Félagið skilaði hagnaði upp á jafnvirði 312 milljóna íslenskra króna í fyrra, sem er besta ár í sögu Atlantic Airways.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale

Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyjabanki fellur um fimm prósent

Gengi hlutabréfa í Föroya banka féll um rétt rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 129 dönskum krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Að öðru leyti hefur verið lækkun í Kauphöllinni líkt og víðar í evrópskum kauphöllum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ánægja með störf Lárusar Welding

Stjórn Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Markaðnum í gær og í morgun þess efnis að breytingar séu fyrirhugaðar á stjórn bankans og að orðrómur sé um að Lárus Welding, forstjóri, standi upp fyrir nýjum manni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eistar bjóða samstarf

Utanríkisráðherra segir Eistlendinga fremsta þjóða í vörnum gegn tölvuglæpum. Margt sé hægt að læra af þeim í vörnum gegn þessari einni helstu öryggisógn tuttugust og fyrstu aldarinnar.

Erlent