Viðskipti erlent

Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð

Bill Gates, annar stofnenda og stjórnarformaður Microsoft. Félagið var í dag dæmt til að greiða jafnvirði 91 milljarðs króna vegna brota á samkeppnislögum.
Bill Gates, annar stofnenda og stjórnarformaður Microsoft. Félagið var í dag dæmt til að greiða jafnvirði 91 milljarðs króna vegna brota á samkeppnislögum. Mynd/AFP

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum.

Upphæðin kemur til viðbótar við tvær sektir Microsoft á árunum 2004 og 2006 upp á samtals 777 milljónir evra.

Brotin fela í sér að Microsoft lét ekki keppinautum þeirra í Evrópu í té grunnkóða að hugbúnaði sínum, svo sem spilaranum Windows Media Player og tengja saman Internet Explorer-vafrann við stýrikerfið Windows. Þetta þótti brjóta í bága við samkeppnislög og hindra eðlilega samkeppni.

Þetta er fyrsta fyrirtækið til að fara ekki eftir tilmælum Evrópusambandsins og brjóta samkeppnislög með þessum hætti í hálfa öld, að því er Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×