Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur í metlægð gagnvart evru

Evra hefur aldrei staðið sterkar gagnvart bandaríkjadal.
Evra hefur aldrei staðið sterkar gagnvart bandaríkjadal.

Gengi bandaríkjadals gagnvart evru hefur hríðlækkað í kjölfar snarprar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum frá því í haust og er nú svo komið að hann hefur aldrei verið lægri gagnvart evru. Hlut að máli á sömuleiðis styrking á gengi evru, sem hefur sjaldan verið sterkara.

Þetta merkir að þeir sem hugsuðu sér að kaupa evrur í skiptum fyrir bandaríkjadal verða að reiða fram 1,5048 dali fyrir hverja evru.

Spákaupmenn eiga sömuleiðis hlut að máli en þeir hafa veðjað á frekari lækkun bandaríkjadals í kjölfar frekari stýrivaxtalækkunar vestanhafs, að sögn breska ríkisútvarpsins. Seðlabankinn hóf stýrivaxtalækkun síðasta haust til að sporna við samdrætti í einkaneyslu og hugsanlegu samdráttarskeiði. Það sem af er ári hafa stýrivextirnir lækkað um 1,25 punkta. Vextirnir standa nú í þremur prósentustigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×