Fréttir

Fréttamynd

Árni Páll kallaður aftur til skýrslutöku vegna hlerana

Árni Páll Árnason lögmaður verður kallaður aftur í skýrslutöku hjá lögreglustjóranum á Akranesi eftir svarbréf utanríkisráðherra. Enginn er ennþá grunaður um símhleranirnar í utanríkisráðuneytinu en fyrsta áfanga rannsóknarinnar er lokið.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma Pliva batnar milli ára

Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva skilaði 67,4 milljónum bandaríkjadölum í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta svarar til 4,6 milljarða íslenskra króna sem er talsverður viðsnúningur frá afkomu síðasta árs þegar fyrirtækið tapaði 34,1 milljón dal eða rúmlega 2,3 milljörðum króna.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ástæða til íhlutunar vegna kvörtunar Tax Free

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna kvörturnar Tax Free á Íslandi vegna Global Refund á Íslandi. Bæði fyrirtæki endurgreiða virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna hér á landi og kvartaði Tax Free árið 2003 yfir því að Global Refund misnotaði stöðu sína á markaði. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Hætti við lendingu í Kaupmannahöfn

Flugvél frá Iceland Express varð að hætta við lendingu í Kaupmannahöfn, í morgun, vegna þess að önnur flugvél var á brautinni sem hún var að lenda á.

Innlent
Fréttamynd

Minni samdráttur á fasteignamarkaði

Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingabók hugsanlega lokað

Óvíst er hvort ættfræðigrunnurinn Íslendingabók, sem Íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason ehf. starfrækja, verður opinn almenningi áfram því starfsmenn verkefnisins voru í hópi þeirra sem sagt var upp hjá Íslenskri erfðagreiningu um síðustu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti

Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriggja daga þjóðarsorg vegna árása Ísraela

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg á svæðum Palestínumanna eftir að 18 óbreyttir borgarar, þar meðal átta börn, létust í árásum ísraleska hersins á íbúðabyggð í norðurhluta Beit Hanoun á Gasaströndinni í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti kvenforseti fulltrúadeildarinnar

Eftir stórsigur demókrata í þingkosningum til fulltrúadeildar bandaríska þingsins má telja víst að þingmenn fulltrúadeildarinnar kjósi Nancy Pelosi, frá San Francisco, forseta fulltrúadeildarinnar. Það verður í fyrsta skipti sem kona gegnir því embætti. Þá hlaut múslimi í fyrsta skipti kosningu á þingið, auk þess sem blökkumaður verður í annað skipti ríkisstjóri.

Erlent
Fréttamynd

Kínversk kona í starf forstjóra WHO

Framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar tilkynnti í morgun að Kínverjinn Margaret Chan yrði næsti forstjóri stofnunarinnar. Hún var valin úr fimm manna hópi sem framkvæmdastjórnin ræddi við í gær en í honum voru auk Chan fulltrúar Mexíkós, Japans, Kúveits og Spánar.

Erlent
Fréttamynd

Átök hafin að nýju í Darfur

Stjórnvöld í Súdan gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra starfsmenn hjálparstofnana og blaðamenn í að komast til Darfur héraðs, að sögn mannréttindasamtaka.

Erlent
Fréttamynd

Þolinmæði aðstandenda aldraðra á þrotum

Þolinmæði aðstandenda og baráttufólks um bættan hag aldraðra er á þrotum og því verður efnt til baráttufundar í Háskólabíói þann 25. nóvember þar sem þess verður krafist að Alþingi og ríkisstjórn leggi stóraukið fjármagn í málaflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aðstandendafélagi aldraðra og Félagi aðstandenda alzheimerssjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsið ekki nógu fínt fyrir svikahrapp

Ástralski svikahrappurinn Peter Foster, sem meðal annars sá um íbúðakaup fyrir forsætisráðherrafrú Bretlands, fékk í dag að flytja sig á lúxushótel á Fiji eyjum, vegna þess að fangelsið þykir of subbulegt.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri Volkswagen segir upp

Bernd Pischetsrieder, forstjóri þýsku bílasmiðja Volkswagen, ætlar að segja starfi sínu lausu um áramótin en við starfi hans tekur Martin Winterkorn, yfirmaður Audi. Á sama tíma hefur Christian Streiff, fyrrum forstjóri Airbus, tekið við starfi forstjóra franska bílaframleiðandans Peugeot, eins helsta samkeppnisaðila Volkswagen.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Demókratar á siglingu

Spár sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum benda til þess að Demókratar hafi unnið þrjú sæti af Repúblikönum, af þeim fimmtán sem þeir þurfa til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Demókratar hafa náð öldungadeildarþingsætum í Pensilvaínu, Ohio og á Rhode Island. Repúblikanar leiða hins vegar mjög naumt kapphlaupin um öldungadeildarsætin í Tennessee og Virginíu.

Erlent
Fréttamynd

Liberman búinn að tryggja sér þingsæti samkvæmt spám

Joseph Lieberman hlýtur endurkjör í fjórða sinn sem öldungadeildarþingmaður Bandaríkjaþings. Lieberman er óháður þingmaður en stuðningur hans við Íraksstríðið kostaði hann stuðning Demókrataflokksins. Samkvæmt spám ABC og NBC fréttastofanna hefur Lieberman sigrað Demókratann Ned Lamont.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu úrslit Demókrötum í hag

Demókratar hafa strax unnið nokkra snemmbúna sigra í baráttunni Bandaríkjaþing. Demókratinn Bob Cadey Jr. sigraði í Pensilvaníu í baráttunni um öldungadeildarþingsæti. Í Indíana hefur Demókratinn Brad Ellsworth sigraði Repúblikanann John Hostettler í baráttu um fulltrúardeildarþingsæti.

Erlent
Fréttamynd

Í lífshættu eftir eldsvoða

Karlmaður og kona á sextugsaldri, sem bjargað var út úr íbúð sem brann í Ferjubakkanum í kvöld, eru bæði í lífshættu og mikið brennd. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús er þeim haldið sofandi í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Tvennt flutt á slysadeild eftir eldsvoða

Tvennt var flutt á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahús eftir að eldur kom upp í íbúð í Ferjubakkanum á ellefta tímanum. Um er að ræða karl og konu á sextugsaldri og náðu slökkviliðsmenn þeim út úr íbúðinni. Ekki fást upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í fjölbýli í Breiðholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi við Ferjubakkann nú á ellefta tímanum. Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Tveir einstaklingar voru inni í íbúðinni þegar eldsins varð vart en ekki er vitað um líðan þeirra á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Britney Spears skilur

Sönkonan Britney Spears hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Kevin Federline. CNN fréttavefurinn greinir frá þessu en Britney giftist Federline fyrir rúmum tveimur árum síðan eða 6. október 2004 og eiga þau tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Rannsaka sjö kynferðisbrotamál

Lögreglan á Akureyri rannsakar nú sjö mál sem snúa að meintum kynferðisafbrotum. Óvíst er í sumum tilfellum hvort rannsóknin leiðir til sakamála en málin eru ólík og tengjast ekki innbyrðis.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri miðaldra karlmenn drekka sig til dauða

Fjöldi þeirra miðaldra karlmanna sem drekka sig til dauða hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1991. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Bretlands birti í dag. Aukning á dauðsföllum tengdum áfengisdrykkju hefur orðið hvað mest í hópi karlmanna á aldrinum 35 ára til 54 ára.

Erlent