Fréttir

Fréttamynd

Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki

Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum.

Innlent
Fréttamynd

Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera.

Innlent
Fréttamynd

Vissi ekki að peningarnir kæmu frá Eir

Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, tengdasonur Sigurðar Helga Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eirar, stóð í þeirri trú að gjafabréf á flugmiða sem Sigurður afhenti honum væri persónuleg gjöf frá tengdaföður hans.

Innlent
Fréttamynd

Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða

Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo.

Erlent
Fréttamynd

Hamas setur skilyrði

Seint í kvöld höfðu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið síðan á miðvikudag kostað nærri hundrað manns lífið. Um 50 þeirra voru almennir borgarar, þar á meðal tugir barna.

Erlent
Fréttamynd

Páll horfinn af sjónvarpsskjánum í bili

„Ég tók mér bara ótímabundið leyfi frá þessu eins og ég hef oft gert áður,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri, sem nú í október hefur ekki lesið fréttir í Sjónvarpinu eins og hann er vanur.

Innlent
Fréttamynd

Ættleiðingum fækkar á Norðurlöndunum

Rúmlega fjögur hundruð færri börn voru ættleidd til Norðurlandanna í fyrra en árið þar áður, sem er 26 prósenta fækkun. Ættleiðingum fækkar til allra ríkjanna nema Íslands.

Innlent
Fréttamynd

520 milljóna svik til sérstaks saksóknara

Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Nelson Mandela á Vitatorgi eða Mýrargötu

„Ein hugmyndin er að þetta verði á Vitatorgi eða ef til vill á Mýrargötureitnum þar sem gert er ráð fyrir nokkrum litlum torgum,“ segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, um hugsanlega staðsetningu torgs sem Arkitektur- og designhøgskolen í Ósló hefur óskað eftir að fá að byggja í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Rammaáætlun brátt úr nefnd

Þingsályktunartillaga um rammaáætlun verður líklega afgreidd úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í næstu viku og tekin til síðari umræðu í þinginu vikuna þar á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Niðursveiflunni lokið í Bretlandi

Nýjar hagtölur benda til þess að breska hagkerfið sé farið að vaxa á ný eftir níu mánaða niðursveiflu. Hagvöxtur er talinn hafa verið ríflega 1% á þriðja ársfjórðungi, en aukinn þrótt efnahagslífsins má að stórum hluta rekja til Ólympíuleikanna í London.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan var skrautleg

Kosningabaráttan fyrir þingkosningar í Úkraínu á sunnudag hefur verið harla skrautleg. Flokkarnir hafa stillt upp á lista hjá sér þekktum einstaklingum úr þjóðlífinu, sem margir hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum.

Erlent
Fréttamynd

Fullorðnir gáfu barni eld

Þegar 10 ára stúlka í Árósum bað vegfarendur um eld til þess að hún gæti kveikt í sígarettu réttu 90 prósent af þeim 92 fullorðnu sem hún spurði fram kveikjara. Í frétt á vef Jyllands-Posten segir að samtökin Youmefamily hafi myndað tilraunir stúlkunnar með falinni myndavél.

Erlent
Fréttamynd

Windows sett í nýjan búning

Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir 100 fórnarlömb mansals hér á landi

Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, Margrét Steinarsdóttir, hefur hitt meira en hundrað fórnarlömb mansals á Íslandi á undanförnum árum. Átta manns hafa leitað sér aðstoðar til hennar það sem af er ári.

Innlent
Fréttamynd

Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta

"Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað,“ segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku.

Innlent
Fréttamynd

Lækkanir eiga að ganga til baka

Skerðingar á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega ganga ekki til baka nema í tengslum við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Átakalínurnar skýrar sem aldrei fyrr

Eins og við var að búast voru áhrif veiðigjalda á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í forgrunni aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Átakalínurnar voru skýrar í ræðum atvinnuvegaráðherra og formanns samtakanna. Eins kom fram á fundinum að blikur væru á lofti varðandi markaðsmál íslensks sjávarútvegs.

Innlent
Fréttamynd

Bótatímabil sé lengt og lausn fundin

„Þetta er að verða algjör þvæla,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekkert banna einkarekstur

Sveitarfélög sem oft standa frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að því að tryggja skólahald verða að geta leitað allra leiða til að svo megi verða. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma kallaði hún eftir úrskurði innanríkisráðherra vegna skólahalds í Tálknafirði þar sem sveitarstjórnin fól í haust Hjallastefnunni rekstur grunnskólans.

Innlent
Fréttamynd

Malala hyggst snúa aftur til Pakistan

Faðir hinnar 15 ára gömlu Malölu Yousufzai, sem varð fyrir skotárás í heimabæ sínum þann 9. október, segir dóttur sína hafa heitið því að snúa aftur til Pakistan þegar hún hefur náð sér af sárum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé

Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Geislavirkt vatn veldur vanda í Japan

Tepco, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima í Japan, á í verulegum vandræðum með að finna geymslustað fyrir tugi þúsunda tonna af geislavirku vatni. Vatnið var notað til að kæla kjarnaofna kjarnorkuversins sem varð fyrir verulegum skemmdum í jarðskjálfta í mars 2011.

Erlent
Fréttamynd

Í gamanhlutverk

Hugh Grant mun leika í nýrri rómantískri gamanmynd í leikstjórn Marcs Lawrence. Grant og Lawrence hafa áður leitt saman hesta sína í myndunum Two Weeks Notice, Music And Lyrics og Did You Hear About The Morgans.

Lífið
Fréttamynd

Enn tiplað á tánum í kring um Grástein

„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum,“ segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg.

Innlent