Panama-skjölin

Yfirlýsing frá Kastljósi: Fullyrðing Júlíusar röng því hann svaraði engum spurningum
Júlíus segist hafa leiðrétt ýmislegt í símtali við Helga Seljan. Helgi segir Júlíus engum spurningum hafa svarað.

Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar
Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.

Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku
"Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir.

Sjö vikna fríi Sigmundar Davíðs að ljúka
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, reiknar með því að dagar hans á Alþingi þessa vikuna verði þeir síðustu, í bili að minnsta kosti.

Watson notaði aflandsfélagið til að losna við eltihrella
Aflandeyjafélag leikkonunnar Emmu Watson var einvörðungu notað til fasteignakaupa.

„Kerfi blekkinga er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg“
Ríkisskattstjórar fara hörðum orðum um „aflandsbælin“.

Eignarhald í skattaskjóli en skulda þrotabúi 350 milljónir
Skiptastjóri Icecapital fékk þær upplýsingar að fyrrum stjórnendur fyrirtækisins væru eignalausir hér á landi.

Sigmundur Davíð opnar bókhaldið
"Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Leaves: Poppararnir í Panamaskjölunum
Liðsmönnum Leaves var ráðlagt árið 2002 að stofna aflandsfélag af breskri umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar.

Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum
Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna.

Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag
Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ.

Uppljóstrari Panama-skjalana: Reiðubúinn að aðstoða stjórnvöld við skattrannsóknir gegn friðhelgi
Segir stjórnvöld hafa lagt líf Edward Snowden og fleiri uppljóstrara í rúst. Styðst við nafnið John Doe.

Ekki ástæða til að hefja formlega athugun á máli Kristjáns Gunnars
Háskóli Íslands mun ekki hefja formlega athugun á því hvort að störf Kristjáns Gunnars hafi falið í sér brot á skyldum hans gagnvart háskólanum.

Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla
Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin.

Umdeilt skattahagræði auðmanna í Bretlandi
Erlendir einstaklingar með háar fjármagnstekjur hafa mestan hag af því að skrá sig með þeim hætti sem forsetafrúin Dorrit Moussaieff hefur gert í Bretlandi, segir Jakob Jakobsson skattalögfræðingur.

Framsóknarflokkurinn ræður nýjan framkvæmdastjóra
Staðan hafði verið laus eftir að Hrólfur Ölvisson sagði starfi sínu lausu eftir umfjöllun um tengsl hans við aflandsfélög

Dorrit með tengsl við svissneska bankareikninga og önnur aflandsfélög
Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum.

Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna
FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna.

Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum
Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla.

Skipa starfshóp til að útbúa aðgerðaráætlun gegn skattaundanskotum og skattaskjólum
Í hópnum verða fulltrúar forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis, auk fulltrúa frá Ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og tollstjóra.

Vill upplýsingar um hvort félag Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra
Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hvort að upplýsingar um Falson & Co hafi mátt finna í gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti.

Framsóknarmenn funda í dag
Titringur er innan flokksins eftir að upplýst var um viðskipta framkvæmdastjóra hans í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum.

„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““
Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni.

Panama-gagnagrunnurinn verður opnaður 9. maí
Ekki verða birtar hráar og óunnar upplýsingar.

Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins.

Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum
Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum.

Vilhjálmur: Stjórnvöld í Lúxemborg vissu alltaf af Tortóla-félaginu
Í ljós hefur komið að félag Vilhjálms Þorsteinssonar í Lúxemborg átti félag á Tortóla-eyjum.

Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög
Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum.

Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn
Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög.

Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum
Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware.