Hús og heimili

Fréttamynd

Danskur draumur við strand­lengjuna

Við Vedbæk Strandvej, í einu auðugasta úthverfi norður af Kaupmannahöfn í Danmörku, er að finna stórbrotna villu við strandlengjuna frá árinu 1945. Húsið var endurnýjað árið 2022 á fágaðan og nýstárlegan máta. 

Lífið
Fréttamynd

Gæsa­húð merki um gott vín

Eitt glæsilegasta vínsafn landsins leynist í sérútbúnum vínkjallara í Kópavogi. Yfir þúsund flöskur eru í kjallaranum í dag en hafa oft verið fleiri, enda ekki keyptar til að vera til sýnis heldur til að njóta.

Lífið
Fréttamynd

Stærðarinnar vín­kjallari undir enn stærra húsi

Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 

Lífið
Fréttamynd

Listamannaíbúð til sölu í Hafnar­firði

Reinar Ágúst Foreman myndlistamaður og eiginkona hans, Jenný Lárentínusardóttir, hafa sett ævintýralega íbúð við Nönnustíg 8 í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stór­brotin í­búð í Stokk­hólmi

Við Nybrogatan á Östermalm svæðinu í Stokkhólmi má finna glæsilega 143 fermetra íbúð. Það er eitthvað við sænsk heimili sem er meira heillandi en önnur. Loftlistar og rósettur, sjarmerandi litasamsetning og einstakur arkitektúr eru dæmi um það.

Lífið
Fréttamynd

Heim­sókn í kakókastala Helga Jean

Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019.

Lífið
Fréttamynd

Sjarmerandi eign í gamla Vestur­bænum

Við Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur má finna fallega og mikið endurnýjaða 94 fermetra íbúð á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá árinu 1954. Ásett verð er 82,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Saltblár er litur ársins hjá KitchenAid

Þann 8. febrúar síðastliðinn afhjúpaði KitchenAid lit ársins 2024: Blue Salt. Blue Salt eða Saltblár er lillablár litur með hárfínum litaskiptum, rauðleitri perluáferð sem skiptir mjúklega litatónum eftir því hvar ljósið lendir á litnum. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hjarðhegðun Ís­lendinga

Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 

Lífið
Fréttamynd

Hrífandi hönnunarperla við Heið­mörk

Við Urriðaholtsstræti 72 í Garðabæ má finna glæsilegt 180 fermetra raðhús á tveimur hæðum með útsýni að Heiðmörk. Það sem gerir eignina afar áhugaverða er að húsið er svansvottað. Ásett verð er 147,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Dýrasta fast­eign Banda­ríkjanna til sölu

Dýrasta fasteign sögunnar í Bandaríkjunum er nú til sölu. Hægt er að öðlast stærðarinnar hús við ströndina í Naples í Flórída fyrir einungis þrjú hundruð milljónir dala, tæpar.

Lífið