Geim-Fréttir Þekktar raddir talsetja True Crime Activision hefur ráðið skara af þekktum leikurum til að talsetja leikinn True Crime: New York City. Christofer Walken, Laurence Fishburn, Mariska Hargitay, Mickey Rourke, Esai Morales, Traci Lords og Avery Waddell munu öll taka þátt í talsetningu leiksins og tala fyrir helstu lykil persónur. Leikjavísir 17.10.2005 23:43 Total Overdose kemur í næstu viku Í næstu viku kemur út leikurinn Total Overdose á PC, PlayStation 2 og Xbox. Ef Robert Rodriguez og Grand Theft Auto leikirnir myndu eyða nóttinni saman yrði útkoman Total Overdose. Leikjavísir 14.10.2005 06:42 Sony innkallar PS2 straumbreyta Sony risinn er um þessar mundir að innkalla suma straumbreyta fyrir sumar Playstation 2 Slimline tölvurnar. Straumbreytarnir sem eru framleiddir frá Ágúst til Desember 2004 og koma með svörtu PS2 Slimline módelunum SCPH70002, 70003 og 70004 geta ofhitnað og valdið skaða hjá þeim sem nota straumbreytana. Leikjavísir 14.10.2005 06:42 Útgáfudagar Xbox 360 staðfestir Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á GEIM mun Xbox 360 koma samtímis á markað á helstu markaðssvæðum og er það í fyrsta skipti sem leikjavél er gefin út í sama tímaramma. Leikjavísir 14.10.2005 06:42 GTA á leiðinni á PSP Nú styttist óðum í að Grand Theft Auto Liberty City Stories komi á PSP vélina. Þetta er alveg ný útfærsla af GTA með nýjum karakterum, söguþræði farartækjum og vopnum. Leikurinn gerist eins og nafnið gefur til kynna í Liberty City og hefur Rockstar eytt mikilli orku í að gera GTA upplifunina eins massífa og hægt er. Skoðun 14.10.2005 06:42 Mobile connect á Íslandi Á heimasíðu Ogvodafone er greint frá nýrri og spennandi þjónustuleið fyrirtækisins í fjarskiptum. Vodafone kynnir nú Mobile Connect þjónustu sína á Íslandi núna í September og hleypir svo af stað í beinu framhaldi Blackberry þjónustu í október sem farið hefur sigurför um heiminn. Nú þegar eru 3,5 milljónir notanda að Blackberry og eykst sú tala sífellt. Leikjavísir 14.10.2005 06:41 Skjálfti 3 2005 Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Leikjavísir 13.10.2005 19:47 PSP komin á markaðinn Það er stór dagur í dag í Evrópu fyrir Sony því nýja PSP er komin á markaðinn og því einnig á Íslandi. Útsöluverð er í kringum 21.999 – 23.999 og sökum hversu mikil eftirspurn er á vélunum eru aðeins um 2000 vélar í sölu í dag á Íslandi. Leikjavísir 14.10.2005 06:40 Kvikmynd um Splinter cell? Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans. Leikjavísir 14.10.2005 06:39 Ryu Ga Gotoku tilkynntur formlega Þeir sem áttu Dreamcast tölvuna sálugu frá Sega ættu að þekkja til leiksins Shenmue sem er talinn dýrasti leikur sögunnar. Í þeim leik var allt gert til að búa til lifandi heim með sterkum söguþræði og heilsteyptum karakterum. Leikjavísir 13.10.2005 19:45 Halo færir sig upp á silfurtjaldið Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Leikjavísir 13.10.2005 19:44 Fullt af leikjum á útgáfudegi PSP Sama dag og PSP leikjatölvan kemur út hér á landi þann fyrsta September næstkomandi, kemur út fjöldi leikja frá hinum ýmsu framleiðendum. Sjaldan eða aldrei hefur útgáfa verið jafn öflug í upphafi nokkurrar tölvu og PSP, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leikjavísir 13.10.2005 19:42 Nintendo DS lækkar í Bandaríkjunum Nintendo hafa ákveðið að lækka verðið á Nintendo DS leikjavélinni um 20 dollara í Bandaríkjunum 21. Ágúst næstkomandi. Vélin mun þá kosta 129.99 dollara (rúmar 8.000 krónur) og kemur lækkunin í tíma fyrir útgáfu á Nintendogs sem er nýjasta æðið í Japan. Ekki er komið á hreint hvort lækkun er að vænta á næstunni í Evrópu en GEIM mun fylgjast með þeirri þróun. Nintendo DS hefur setið á toppnum á öllum sölulistum í Japan síðustu fjóra mánuði. Leikjavísir 13.10.2005 19:42 Sanctuary kynnir 5 titla fyrir PSP Sanctuary Visual Entertainment hafa tilkynnt um fimm titla sem fyrirtækið mun gefa út fyrir Sony PSP vélina sem kemur á markað í Evrópu 01. september næstkomandi. Leikjavísir 13.10.2005 19:40 Pokémon Emerald kemur í október Nú er kominn útgáfudagur fyrir Pokémon Emerald fyrir Game Boy Advance í Evrópu. Pokémon sjúklingar ættu að merkja 21. október í dagatalið sitt því þá lendir Emerald í Evrópu í hinni gríðarlega vinsælu Pokémon seríu. Leikjavísir 13.10.2005 19:39 Manager 2006 Staðfestar nýjungar Sports Interactive og SEGA hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi þær nýjungar sem staðfestar eru í Football Manager 2006 á PC/Mac. Gaurarnir hjá Sports Interactive hafa unnið hörðum höndum að því að gera þessa næstu útgáfu sem besta. Leikjavísir 13.10.2005 19:39 Ridge Racer 6 verður að netleik Upplýsingar um Ridge Racer 6 fyrir Xbox360 hafa nú borist frá framleiðanda leiksins Namco. Ridge Racer er gamall í hettunni í kappakstursleikja geiranum en í fyrsta sinn mun leikurinn verða fjöldaspilunarhæfur fyrir leikjatölvu. Með Xbox Live munu spilarar keppa á móti hvorum öðrum yfir netið, niðurhala nýjum tólum og tækjum. Leikjavísir 13.10.2005 19:38 Conflict skiptir um nafn Nýjasti leikurinn í hinni vinsælu skotleikjaseríu Conflict hefur nú skipt um nafn en upphaflega átti næsti leikur að heita Conflict: Global Terror. Eidos hafa endurskýrt leikinn Conflict: Global Storm og mun hann koma á markað 30. september á PS2, Xbox og PC. Leikjavísir 13.10.2005 19:38 Rallíleikir tilbúnir fyrir PSP Codemasters hafa tilkynnt að Colin McRae Rally 2005 Plus og TOCA Race Driver 2 verði tilbúnir fyrir útgáfu á PSP vélinni frá Sony fyrsta september 2005. Leikirnir eru mjög heitir kappakstursleikir og því góð viðbót fyrir vélina. Leikjavísir 13.10.2005 19:37 Nokia með nýja útgáfu af N-Gage Nokia risinn hefur tilkynnt um silfur útgáfu á N-Gage leikjasímanum sínum fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríkumarkað. Risinn mun halda áfram að styðja við leikjasímann með frekari útgáfu á titlum eins og One, System Rush, Pathway to Glory, Ikusa Islands og High Seize. Leikjavísir 13.10.2005 19:37 BF2: Special Forces tilkynntur Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Leikjavísir 13.10.2005 19:34 Microsoft kynnir útgáfu Xbox 360 Leikjarisinn Microsoft er nú að kynna væntanlega útgáfu fyrir Xbox 360 á Xbox Summit 2005 í Tokyo, Japan. Yfir 50 Japönsk útgáfufyrirtæki hafa tilkynnt að þau muni framleiða fyrir vélina sem mun koma á markað í enda árs samtímis í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Leikjavísir 13.10.2005 19:34 Netslagurinn er hafinn Teiknimyndafyrirtækið Marvel Comics hefur tilkynnt að þeir hafi gert samning við Microsoft sem geftur Microsoft einkarétt á öllum Multiplayer Online leikjum sem byggðir eru á persónum í eigu Marvel Comics. Leikjavísir 13.10.2005 19:31 GTA San Andreas aftur í fréttum Grand Theft Auto serían er komin aftur í fréttirnar, nú fyrir svokallaðan Hot Coffee kóða sem opnar fyrir kynlífsleiki í leiknum. Nú getur Carl heimsótt vinkonur sínar og notið ástarleikja með tilheyrandi stellingum og tækni. Leikjavísir 13.10.2005 19:30 Doom frumsýnd á Íslandi í oktober Kvikmyndin sem gerð er eftir hinum ofurvinsæla tölvuleik Doom er nú á loka vinnslustigi. Myndin verður frumsýnd 21. október í Bandaríkjunum. Myndin var tekin upp í Prag 2004, leikstýrð af hinum pólska Andrzej Bartkowiak (Romeo Must Die, Exit Wounds). Leikjavísir 13.10.2005 19:29 Sin City sms leikur Þeir sem vilja eignast miða á hina svakalega flottu Sin City ættu að smella <a title="Smelltu hér til að taka þátt!" href="http://www.btnet.is/myndefni/SMSLeikur/sin/visir/" target="_blank">hér</a> til að fá upplýsingar um hvernig má taka þátt í léttum SMS leik og þar með eiga séns á að næla sér í eins og eitt stykki. Leikjavísir 13.10.2005 19:27 Singstar serían seld í 2 milljónum Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). Leikjavísir 13.10.2005 19:26 Max Payne á hvíta tjaldið Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood eru í miklum ham þessa daganna með nýjar tilkynningar fyrir kvikmyndum sem eru framleiddar eftir tölvuleikjum. Nýjasta fregnin úr borg englanna er sú að 20th Century Fox hefur hafið samstarf við Collision Entertainment til að gera mynd eftir hinum frábæra Max Payne sem kom út árið 2001. Leikjavísir 13.10.2005 19:25 Nintendo selja milljón DS í Evrópu Nintendo hefur nú selt milljón DS vélar í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum frá fyrirtækinu. 250.000 stykki hafa selst eingöngu í Bretlandi. Nintendo fór ágætlega af stað með 500.000 seld eintök á fyrstu þrem sölumánuðunum. Leikjavísir 13.10.2005 19:26 Quake kemur í næstu kynslóð síma Seinna á þessu ári mun hinn þrælgóði Quake sem gefin var út 1996 mæta í farsíma. Útgáfan sem birtist í farsímum er fyrir næstu kynslóð síma sem ráða við þrívíddarumhverfi. Leikjavísir 13.10.2005 19:26 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Þekktar raddir talsetja True Crime Activision hefur ráðið skara af þekktum leikurum til að talsetja leikinn True Crime: New York City. Christofer Walken, Laurence Fishburn, Mariska Hargitay, Mickey Rourke, Esai Morales, Traci Lords og Avery Waddell munu öll taka þátt í talsetningu leiksins og tala fyrir helstu lykil persónur. Leikjavísir 17.10.2005 23:43
Total Overdose kemur í næstu viku Í næstu viku kemur út leikurinn Total Overdose á PC, PlayStation 2 og Xbox. Ef Robert Rodriguez og Grand Theft Auto leikirnir myndu eyða nóttinni saman yrði útkoman Total Overdose. Leikjavísir 14.10.2005 06:42
Sony innkallar PS2 straumbreyta Sony risinn er um þessar mundir að innkalla suma straumbreyta fyrir sumar Playstation 2 Slimline tölvurnar. Straumbreytarnir sem eru framleiddir frá Ágúst til Desember 2004 og koma með svörtu PS2 Slimline módelunum SCPH70002, 70003 og 70004 geta ofhitnað og valdið skaða hjá þeim sem nota straumbreytana. Leikjavísir 14.10.2005 06:42
Útgáfudagar Xbox 360 staðfestir Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á GEIM mun Xbox 360 koma samtímis á markað á helstu markaðssvæðum og er það í fyrsta skipti sem leikjavél er gefin út í sama tímaramma. Leikjavísir 14.10.2005 06:42
GTA á leiðinni á PSP Nú styttist óðum í að Grand Theft Auto Liberty City Stories komi á PSP vélina. Þetta er alveg ný útfærsla af GTA með nýjum karakterum, söguþræði farartækjum og vopnum. Leikurinn gerist eins og nafnið gefur til kynna í Liberty City og hefur Rockstar eytt mikilli orku í að gera GTA upplifunina eins massífa og hægt er. Skoðun 14.10.2005 06:42
Mobile connect á Íslandi Á heimasíðu Ogvodafone er greint frá nýrri og spennandi þjónustuleið fyrirtækisins í fjarskiptum. Vodafone kynnir nú Mobile Connect þjónustu sína á Íslandi núna í September og hleypir svo af stað í beinu framhaldi Blackberry þjónustu í október sem farið hefur sigurför um heiminn. Nú þegar eru 3,5 milljónir notanda að Blackberry og eykst sú tala sífellt. Leikjavísir 14.10.2005 06:41
Skjálfti 3 2005 Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Leikjavísir 13.10.2005 19:47
PSP komin á markaðinn Það er stór dagur í dag í Evrópu fyrir Sony því nýja PSP er komin á markaðinn og því einnig á Íslandi. Útsöluverð er í kringum 21.999 – 23.999 og sökum hversu mikil eftirspurn er á vélunum eru aðeins um 2000 vélar í sölu í dag á Íslandi. Leikjavísir 14.10.2005 06:40
Kvikmynd um Splinter cell? Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans. Leikjavísir 14.10.2005 06:39
Ryu Ga Gotoku tilkynntur formlega Þeir sem áttu Dreamcast tölvuna sálugu frá Sega ættu að þekkja til leiksins Shenmue sem er talinn dýrasti leikur sögunnar. Í þeim leik var allt gert til að búa til lifandi heim með sterkum söguþræði og heilsteyptum karakterum. Leikjavísir 13.10.2005 19:45
Halo færir sig upp á silfurtjaldið Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Leikjavísir 13.10.2005 19:44
Fullt af leikjum á útgáfudegi PSP Sama dag og PSP leikjatölvan kemur út hér á landi þann fyrsta September næstkomandi, kemur út fjöldi leikja frá hinum ýmsu framleiðendum. Sjaldan eða aldrei hefur útgáfa verið jafn öflug í upphafi nokkurrar tölvu og PSP, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leikjavísir 13.10.2005 19:42
Nintendo DS lækkar í Bandaríkjunum Nintendo hafa ákveðið að lækka verðið á Nintendo DS leikjavélinni um 20 dollara í Bandaríkjunum 21. Ágúst næstkomandi. Vélin mun þá kosta 129.99 dollara (rúmar 8.000 krónur) og kemur lækkunin í tíma fyrir útgáfu á Nintendogs sem er nýjasta æðið í Japan. Ekki er komið á hreint hvort lækkun er að vænta á næstunni í Evrópu en GEIM mun fylgjast með þeirri þróun. Nintendo DS hefur setið á toppnum á öllum sölulistum í Japan síðustu fjóra mánuði. Leikjavísir 13.10.2005 19:42
Sanctuary kynnir 5 titla fyrir PSP Sanctuary Visual Entertainment hafa tilkynnt um fimm titla sem fyrirtækið mun gefa út fyrir Sony PSP vélina sem kemur á markað í Evrópu 01. september næstkomandi. Leikjavísir 13.10.2005 19:40
Pokémon Emerald kemur í október Nú er kominn útgáfudagur fyrir Pokémon Emerald fyrir Game Boy Advance í Evrópu. Pokémon sjúklingar ættu að merkja 21. október í dagatalið sitt því þá lendir Emerald í Evrópu í hinni gríðarlega vinsælu Pokémon seríu. Leikjavísir 13.10.2005 19:39
Manager 2006 Staðfestar nýjungar Sports Interactive og SEGA hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi þær nýjungar sem staðfestar eru í Football Manager 2006 á PC/Mac. Gaurarnir hjá Sports Interactive hafa unnið hörðum höndum að því að gera þessa næstu útgáfu sem besta. Leikjavísir 13.10.2005 19:39
Ridge Racer 6 verður að netleik Upplýsingar um Ridge Racer 6 fyrir Xbox360 hafa nú borist frá framleiðanda leiksins Namco. Ridge Racer er gamall í hettunni í kappakstursleikja geiranum en í fyrsta sinn mun leikurinn verða fjöldaspilunarhæfur fyrir leikjatölvu. Með Xbox Live munu spilarar keppa á móti hvorum öðrum yfir netið, niðurhala nýjum tólum og tækjum. Leikjavísir 13.10.2005 19:38
Conflict skiptir um nafn Nýjasti leikurinn í hinni vinsælu skotleikjaseríu Conflict hefur nú skipt um nafn en upphaflega átti næsti leikur að heita Conflict: Global Terror. Eidos hafa endurskýrt leikinn Conflict: Global Storm og mun hann koma á markað 30. september á PS2, Xbox og PC. Leikjavísir 13.10.2005 19:38
Rallíleikir tilbúnir fyrir PSP Codemasters hafa tilkynnt að Colin McRae Rally 2005 Plus og TOCA Race Driver 2 verði tilbúnir fyrir útgáfu á PSP vélinni frá Sony fyrsta september 2005. Leikirnir eru mjög heitir kappakstursleikir og því góð viðbót fyrir vélina. Leikjavísir 13.10.2005 19:37
Nokia með nýja útgáfu af N-Gage Nokia risinn hefur tilkynnt um silfur útgáfu á N-Gage leikjasímanum sínum fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríkumarkað. Risinn mun halda áfram að styðja við leikjasímann með frekari útgáfu á titlum eins og One, System Rush, Pathway to Glory, Ikusa Islands og High Seize. Leikjavísir 13.10.2005 19:37
BF2: Special Forces tilkynntur Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Leikjavísir 13.10.2005 19:34
Microsoft kynnir útgáfu Xbox 360 Leikjarisinn Microsoft er nú að kynna væntanlega útgáfu fyrir Xbox 360 á Xbox Summit 2005 í Tokyo, Japan. Yfir 50 Japönsk útgáfufyrirtæki hafa tilkynnt að þau muni framleiða fyrir vélina sem mun koma á markað í enda árs samtímis í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Leikjavísir 13.10.2005 19:34
Netslagurinn er hafinn Teiknimyndafyrirtækið Marvel Comics hefur tilkynnt að þeir hafi gert samning við Microsoft sem geftur Microsoft einkarétt á öllum Multiplayer Online leikjum sem byggðir eru á persónum í eigu Marvel Comics. Leikjavísir 13.10.2005 19:31
GTA San Andreas aftur í fréttum Grand Theft Auto serían er komin aftur í fréttirnar, nú fyrir svokallaðan Hot Coffee kóða sem opnar fyrir kynlífsleiki í leiknum. Nú getur Carl heimsótt vinkonur sínar og notið ástarleikja með tilheyrandi stellingum og tækni. Leikjavísir 13.10.2005 19:30
Doom frumsýnd á Íslandi í oktober Kvikmyndin sem gerð er eftir hinum ofurvinsæla tölvuleik Doom er nú á loka vinnslustigi. Myndin verður frumsýnd 21. október í Bandaríkjunum. Myndin var tekin upp í Prag 2004, leikstýrð af hinum pólska Andrzej Bartkowiak (Romeo Must Die, Exit Wounds). Leikjavísir 13.10.2005 19:29
Sin City sms leikur Þeir sem vilja eignast miða á hina svakalega flottu Sin City ættu að smella <a title="Smelltu hér til að taka þátt!" href="http://www.btnet.is/myndefni/SMSLeikur/sin/visir/" target="_blank">hér</a> til að fá upplýsingar um hvernig má taka þátt í léttum SMS leik og þar með eiga séns á að næla sér í eins og eitt stykki. Leikjavísir 13.10.2005 19:27
Singstar serían seld í 2 milljónum Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). Leikjavísir 13.10.2005 19:26
Max Payne á hvíta tjaldið Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood eru í miklum ham þessa daganna með nýjar tilkynningar fyrir kvikmyndum sem eru framleiddar eftir tölvuleikjum. Nýjasta fregnin úr borg englanna er sú að 20th Century Fox hefur hafið samstarf við Collision Entertainment til að gera mynd eftir hinum frábæra Max Payne sem kom út árið 2001. Leikjavísir 13.10.2005 19:25
Nintendo selja milljón DS í Evrópu Nintendo hefur nú selt milljón DS vélar í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum frá fyrirtækinu. 250.000 stykki hafa selst eingöngu í Bretlandi. Nintendo fór ágætlega af stað með 500.000 seld eintök á fyrstu þrem sölumánuðunum. Leikjavísir 13.10.2005 19:26
Quake kemur í næstu kynslóð síma Seinna á þessu ári mun hinn þrælgóði Quake sem gefin var út 1996 mæta í farsíma. Útgáfan sem birtist í farsímum er fyrir næstu kynslóð síma sem ráða við þrívíddarumhverfi. Leikjavísir 13.10.2005 19:26