Dýr

Fréttamynd

Stórir hundar ekki endilega grimmir

Rottweiler hundar, sleðahundar og Rauða kross hundar. Þetta var meðal þess sem finna mátti á stórhundasýningu í Breiðholti í dag. Þrátt fyrir að vera stórir og sterkir voru þeir flestir ljúfir sem lömb, stórhundarnir sem glöddu gesti í Garðheimum.

Innlent
Fréttamynd

Erninum sleppt sem fyrst

Þetta gengur ljómandi vel. Hann er farinn að éta meira og þar af leiðandi fitna, segir Jón Gíslason, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem er í endurhæfingu í garðinum.

Innlent
Fréttamynd

Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar

Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin.

Innlent