Börn og uppeldi Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 14.12.2023 13:18 Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin Jólin eru handan við hornið og við sitjum föst í umferð á rauðu ljósi í símanum að svara skilaboðum og klára síðustu jólainnkaupin á netinu. Framundan er jólafríið langþráða í faðmi fjölskyldu, vina og þeirra sem okkur þykir vænt um. Skoðun 14.12.2023 10:30 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Innlent 13.12.2023 12:00 Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykjavík? Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Skoðun 12.12.2023 10:31 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. Innlent 11.12.2023 14:46 Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Innlent 10.12.2023 22:43 Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. Innlent 9.12.2023 15:20 Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Skoðun 9.12.2023 11:30 Hendurnar byrja að skjálfa óstjórnanlega „Það er einhvern veginn ekki augljóst að maður megi tala um að þetta hafi verið barnið manns, eða að maður hafi upplifað þetta sem fæðingu, sem ég gerði klárlega. Það er mjög margt sem maður tekur inn sem fær mann til að gera lítið úr reynslunni sinni.“ Lífið 9.12.2023 08:00 „Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Innlent 8.12.2023 22:01 Besta jólagjöfin Nú á dögum okkar hraða samfélags og komandi jóla er gott að huga að því hvað skiptir í raun máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Skoðun 8.12.2023 13:31 Fullviss um að fyrrverandi eiginmaðurinn sé ekki faðir barnsins Kona hefur, fyrir hönd nýfædds sonar síns, stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum sem hún segist fullviss um að sé ekki faðir sonarins. Konan krefst þess að viðurkennt verði fyrir dómi að maðurinn sé ekki faðirinn. Innlent 8.12.2023 13:00 Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. Innlent 8.12.2023 12:21 Vara börn við hættulegum leik á Sauðá Sauðá á Sauðárkróki er hættuleg um þessar mundir og börn eru vöruð við að leika sér á henni. Innlent 7.12.2023 23:48 Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. Innlent 7.12.2023 21:16 PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Innlent 7.12.2023 13:32 Loka grunnskólanum á Hólum Grunnskólanum austan Vatna á Hólum verður lokað frá og með næsta skólaári. Þess í stað fara nemendur skólans á Hofsós í skóla. Einungis níu nemendur voru við skólann á síðustu önn. Innlent 7.12.2023 11:37 Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Innlent 6.12.2023 19:33 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ Innlent 6.12.2023 15:27 Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. Skoðun 6.12.2023 13:30 „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. Innlent 5.12.2023 21:49 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Innlent 5.12.2023 19:41 Gamall United-maður gagnrýndur fyrir að þykjast hella sápu upp í son sinn Phil Bardsley, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fleiri liða, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þykjast þvo munn sonar síns með sápu. Enski boltinn 5.12.2023 14:00 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. Innlent 5.12.2023 13:42 Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. Skoðun 5.12.2023 13:00 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Innlent 5.12.2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. Innlent 5.12.2023 09:50 Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. Innlent 4.12.2023 11:09 Börn 40 prósent foreldra á Íslandi hafa fengið kartöflu í skóinn Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Innlent 4.12.2023 08:02 Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. Innlent 4.12.2023 07:41 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 89 ›
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 14.12.2023 13:18
Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin Jólin eru handan við hornið og við sitjum föst í umferð á rauðu ljósi í símanum að svara skilaboðum og klára síðustu jólainnkaupin á netinu. Framundan er jólafríið langþráða í faðmi fjölskyldu, vina og þeirra sem okkur þykir vænt um. Skoðun 14.12.2023 10:30
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Innlent 13.12.2023 12:00
Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykjavík? Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Skoðun 12.12.2023 10:31
Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. Innlent 11.12.2023 14:46
Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Innlent 10.12.2023 22:43
Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. Innlent 9.12.2023 15:20
Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Skoðun 9.12.2023 11:30
Hendurnar byrja að skjálfa óstjórnanlega „Það er einhvern veginn ekki augljóst að maður megi tala um að þetta hafi verið barnið manns, eða að maður hafi upplifað þetta sem fæðingu, sem ég gerði klárlega. Það er mjög margt sem maður tekur inn sem fær mann til að gera lítið úr reynslunni sinni.“ Lífið 9.12.2023 08:00
„Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Innlent 8.12.2023 22:01
Besta jólagjöfin Nú á dögum okkar hraða samfélags og komandi jóla er gott að huga að því hvað skiptir í raun máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Skoðun 8.12.2023 13:31
Fullviss um að fyrrverandi eiginmaðurinn sé ekki faðir barnsins Kona hefur, fyrir hönd nýfædds sonar síns, stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum sem hún segist fullviss um að sé ekki faðir sonarins. Konan krefst þess að viðurkennt verði fyrir dómi að maðurinn sé ekki faðirinn. Innlent 8.12.2023 13:00
Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. Innlent 8.12.2023 12:21
Vara börn við hættulegum leik á Sauðá Sauðá á Sauðárkróki er hættuleg um þessar mundir og börn eru vöruð við að leika sér á henni. Innlent 7.12.2023 23:48
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. Innlent 7.12.2023 21:16
PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Innlent 7.12.2023 13:32
Loka grunnskólanum á Hólum Grunnskólanum austan Vatna á Hólum verður lokað frá og með næsta skólaári. Þess í stað fara nemendur skólans á Hofsós í skóla. Einungis níu nemendur voru við skólann á síðustu önn. Innlent 7.12.2023 11:37
Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Innlent 6.12.2023 19:33
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ Innlent 6.12.2023 15:27
Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. Skoðun 6.12.2023 13:30
„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. Innlent 5.12.2023 21:49
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Innlent 5.12.2023 19:41
Gamall United-maður gagnrýndur fyrir að þykjast hella sápu upp í son sinn Phil Bardsley, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fleiri liða, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þykjast þvo munn sonar síns með sápu. Enski boltinn 5.12.2023 14:00
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. Innlent 5.12.2023 13:42
Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. Skoðun 5.12.2023 13:00
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Innlent 5.12.2023 10:22
Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. Innlent 5.12.2023 09:50
Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. Innlent 4.12.2023 11:09
Börn 40 prósent foreldra á Íslandi hafa fengið kartöflu í skóinn Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Innlent 4.12.2023 08:02
Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. Innlent 4.12.2023 07:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent