Heilbrigðismál

Fréttamynd

Mengun meiri en búist var við frá bál­stofu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Tvær ís­lenskar konur reyndust með al­næmi eftir mikil veikindi

Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti

Innlent
Fréttamynd

Slæm stjórn­sýsla heil­brigðis­mála - dauðans al­vara

Varla líður sú vika án þess að fólk sem hefur þurft að leita á bráðamóttöku Landspítala stígi fram og lýsi erfiðri reynslu sinni af þeirri meðferð sem það fékk þar. Þessar frásagnir eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum því flestir þekkja til svipaðra tilvika eða hafa jafnvel lent sjálfir í því sama.

Skoðun
Fréttamynd

Bóta­skylda FS vegna E.coli veikinda viður­kennd

Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Hver til­heyrir hverjum?

Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9.

Skoðun
Fréttamynd

Máttu rukka ís­lenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Neytendur
Fréttamynd

Fleiri konur mættu í krabba­meins­skimun í ár en í fyrra

Fleiri konur mættu í bæði legháls- og krabbameinsskimun í fyrra en árið áður. Hlutfall þeirra kvenna sem mætir í skimun árlega nær þó enn ekki viðmiðunarmörkum sem eru 75 prósent. Greint er frá þessu í nýju gæðauppgjöri embættis landlæknis vegna skimunar.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólinn Mána­garður opinn á ný

Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Læknar boða miklu harðari að­gerðir

Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Læknar á lands­byggðinni

Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Dawson's Creek leikari með krabba­mein

Bandaríski leikarinn James Van Der Beek hefur verið greindur með ristilkrabbamein. Van Der Beek er hvað þekktastur fyrir leik sinn í unglingaþáttunum Dawson‘s Creek og kvikmyndinni Varsity Blues. Hann er 47 ára gamall. Hann greindi frá greiningunni í viðtali við tímaritið People.

Lífið
Fréttamynd

Varð­hundar kerfisins

Nú styttist í alþingiskosningar og meðal mikilvægustu málanna eru sem fyrr heilbrigðismálin. Þau eru einn stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs og fer um þriðja hver króna skattgreiðenda í heilbrigðiskerfið.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar fresta verk­falli

Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember.

Innlent
Fréttamynd

Gott um­hverfi er gott fyrir okkur

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila.

Skoðun
Fréttamynd

Gjafakynfrumur- dýr­mæt gjöf

Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augn svipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma.

Skoðun
Fréttamynd

Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur

Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim.

Lífið
Fréttamynd

Af­staða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í við­ræðurnar

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Tíu mánaða strákur fær byltingar­kennt lyf fyrstur Ís­lendinga

Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn en við tók löng bið eftir að hitta lækni.

Innlent
Fréttamynd

Rétt með­höndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi

Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis segir fyrirtækið hafa átt í nánum samskiptum við MAST allt frá því að E. coli smit kom upp á leikskólanum Mánagarði. Það sé miður að fjöldi barna hafi veikst en með réttri meðhöndlun á hakkinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. 

Innlent