Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. desember 2025 08:31 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar