Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. desember 2025 08:31 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna sjúklinga með flókin og langvinn heilsufarsvandamál. Til að aðstoða fólk með slíkar áskoranir dugir ekki að meðhöndla aðeins einangraðan hluta líkamans: Reynsla okkar hjá Reykjalundi sýnir að farsælast er að beita þverfaglegri nálgun til að meðhöndla sjúklinga þar sem líkami, sál, lílfstíll og félagslegt umhverfi eru samofin. Þverfagleg teymi: Lykillinn að árangri Þverfagleg heilbrigðisþjónusta nýtir styrk og þekkingu fjölmargra fagaðila, allt frá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum til iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og talmeinafræðinga, þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja heildarmyndina. Þegar sérfræðingar vinna saman verður meðferðin samræmd, markviss og stöðug og það dregur úr líkum á að sjúklingur lendi milli kerfa eða fái misvísandi skilaboð. Þegar fleiri sjónarhorn á heilsuvanda sjúklings eru samofin verður leiðin áfram skýrari og uppbyggilegri. Sjúklingur fær liðveislu og verkfæri til að treysta eigin heilsu og getu, byggt á eigin styrkleikum. Reynsla Reykjalundar sem fyrirmynd Reykjalundur hefur byggt upp veigamikla stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi með því að tileinka sér þessa nálgun og veita sjúklingum heildræna, þverfaglega endurhæfingu sem byggir á sterkum vísindalegum grunni og langri reynslu. Við bjóðum upp á sveigjanleg úrræði og einstaklingsmiðað mat sem gerir okkur kleift að móta meðferðarleiðir fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga, með öflugum, sérhæfðum teymum fyrir m.a. hjarta-, lungna- og taugasjúkdóma, stoðkerfi, geðheilsu, offitu og efnaskiptasjúkdóma auk legudeilda fyrir þá sem þurfa áframhaldandi hjúkrun og endurhæfingu eftir dvöl á sjúkrahúsi. Reykjalundur skipar mikilvægan og einstakan sess í heilbrigðiskerfinu. Við leggjum allt í sölurnar til að útskrifa fólkið okkar við sem besta heilsu og líðan til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Framtíðarsýn: Víðari notkun heildrænnar nálgunar Með því að viðhalda og styrkja sérstöðu Reykjalundar styðjum við einstaklinga til að snúa aftur til lífsins með sem bestu heilsu og sinnum um leið mikilvægu þekkingarhlutverki um heildræna meðferð sem nýtist öllu heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Reynslan úr endurhæfingarheiminum, þar sem þverfagleg nálgun hefur sannað gildi sitt, á fullt erindi inn á fleiri svið heilbrigðiskerfisins, og að mínu mati er brýnt að aðferðafræði þar sem fagaðilar vinna saman í kringum flókin heilsufarsvandamál sjúklingsins verði markvisst efld og innleidd víðar til að bæta árangur og skilvirkni. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun