Myndlist

Fréttamynd

Stolið háls­men Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar

Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar lista­verkum eftir konur á Bessa­stöðum

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla.

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn kom á undan Kónginum

Tónlistarmenn eru nú hver um annan þveran að senda frá sér textaverk. Hendingar úr söngtextum eru teknar, settar á pappír, rammað inn og selt. Þetta hefur á fáeinum árum orðið að stórútgerð.

Lífið
Fréttamynd

Féll í mynd­list en fann sig sem mynd­listar­maður

„Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín.

Menning
Fréttamynd

Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. 

Menning
Fréttamynd

Snorri skein skært í hátíðarbrókinni

Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært.

Menning
Fréttamynd

„No Hingris Honly Mandarin“

Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnaði sýningu sína í gær á Vinnustofu Kjarval, nýjum samkomu- og sýningarsal á vegum Kjarvalsstofu í Austurstræti 10a á 2. hæð. Við þetta tækifæri var Jón Óskar gerður að sérlegum heiðurslistamanni staðarins.

Lífið
Fréttamynd

Gleðilegir gestir í há­tíðar­skapi á safninu

Það var jólalegt líf og fjör á fyrsta í aðventu á Listasafni Íslands þegar safnið og Litróf sameinuðu krafta sína í hátíðlegri gjafapappírsútgáfu. Margt var um manninn og jólaskapið leyndi sér ekki.

Menning
Fréttamynd

Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé ný­liði

Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta verk­efni þing­manna verði að mála mynd hver af öðrum

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, spyr sig hvort það sé verðugt verkefni fyrir þingmenn sinn fyrsta dag á þingi að mála mynd hver af öðrum líkt og gert var í Kappleikunum. Með því opnast augu þess sem heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju búi margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég myndi ekki vilja fá þetta í and­litið“

Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat.

Lífið
Fréttamynd

Komst í jólaskapið í septem­ber

Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því?

Lífið
Fréttamynd

Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár

Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka.

Innlent
Fréttamynd

Hug­mynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir

Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara.

Erlent
Fréttamynd

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle

Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Lífið
Fréttamynd

Sam­herji lagði lista­manninn Odee

Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Málningartrönur á miðri götu Ber­línar breyttu gangi sögunnar

„Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima,“ segir ævintýrakonan og listakonan Vigdís Erla Guttormsdóttir. Vigdís hefur verið búsett í Berlín síðastliðin ellefu ár og fluttist fyrst erlendis ein síns liðs sextán ára gömul. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti, hvatvísi, ástarsorg og sköpunargleði og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Setja upp á­rekstur og hefja saman rekstur

„Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu,“ segja myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Árni Már sem standa að samsýningunni Árekstur. Báðir hafa þeir haslað sér völl sem einhverjir vinsælustu listamenn landsins.

Menning
Fréttamynd

„Við vitum aldrei hve­nær draugarnir banka upp­á“

Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

Lífið
Fréttamynd

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja ein­földu leiðina“

„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Menning
Fréttamynd

Usli og glæsi­leiki á Kjarvals­stöðum

Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. 

Menning