Rússland

Fréttamynd

Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma

Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi.

Erlent
Fréttamynd

Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap

Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum

Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Umdeild netlög taka gildi í Rússlandi

Ný lög varðandi internetið taka gildi í Rússlandi í dag. Lög þessu eru umdeild og gagnrýnendur þeirra segja yfirvöld landsins geta notað þau til að þagga í gagnrýnendum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir”

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum

Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist jafnt og þétt með samningum um vopnasölu, kjarnorkuver, námagröft og olíuviðskipti um alla álfuna. Vladímír Pútín bauð afrískum leiðtogum til fundar um samskipti Rússlands og Afríku sem hófst í borg

Erlent
Fréttamynd

Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar

Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum

Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja.

Erlent
Fréttamynd

Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn.

Erlent