Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 13:19 Antony Blinken og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands. AP/Alex Brandon Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, búast við skriflegum svörum við kröfum sínum í næstu viku. Lavrov fundaði í dag með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um spennuna í tengslum við Úkraínu. Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fundur ráðherranna snerist þó ekki um viðræður, samkvæmt Blinken, heldur opinská samskipti um áhyggjur og hugmyndir. Lavrov kallaði fundinn uppbyggilegan og gagnlegan. Rússar hafa komið um hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu en ráðamenn þar í landi óttast að Pútín ætli að gera aðra innrás. Rússar krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa þar til í dag náð yfir þau ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Sjá einnig: „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Utanríkisráðuneyti Rússlands ítrekaði í morgun að kröfurnar ættu ekki bara við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin heldur einnig Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Rúmenar lýstu því yfir í morgun að kröfur Rússa væru algerlega óásættanlegar og sögðust tilbúnir til að taka við fleiri hermönnum frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Hér má sjá hluta af upphafsræðum ráðherranna frá fundinum í dag. Eftir fundinn með Blinken sagði Lavrov að hann vonaðist til þess að draga myndi úr spennu á svæðinu. Þá sagðist hann eiga von á skriflegum svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku og hélt því fram að Rússland hefði aldrei ógnað Úkraínumönnum, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Vildi sönnun þess að engin yrði innrásin Eftir fundinn sagði Blinken frá því að hann hefði beðið Lavrov um að sanna að Rússar ætluðu sér ekki að gera innrás í Úkraínu. Hann sagði Blinken hafa haldið því fram að svo væri en aðgerðir Rússa gæfu mögulega innrás til kynna. Blinken sagðist hafa gert Lavrov ljóst að Bandaríkin myndu verja rétt Úkraínumanna til að ákveða eigin framtíð. Það væri Rússa að ákveða hvaða stefnu þeir sjálfir tækju í deilunni en Bandaríkin myndu standa við bakið á Úkraínu. Þá sagðist hann vonast eftir frekari viðræðum við Rússa. Segir Rússa óttast engan Sergey Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, var spurður að því í morgun hvort Rússar óttuðust Úkraínu. Þá hafði Ryabkov, samkvæmt fréttakonu CBS, farið inn í fatahengi til að reyna að komast hjá bandarískum blaðamönnum. Ryabkov svaraði spurningunni á þá leið að Rússar óttuðust engan og þar á meðal Bandaríkin og gekk á brott. NEW: @CBSNews Asked Ryabkov if Russia is intimidated by Ukraine. His response. pic.twitter.com/XFXR0smN8s— Ruffini (@EenaRuffini) January 21, 2022 Spennan í Úkraínu er sögð hafa hleypt nýrri orku í NATO og hafa umræður um mögulega aðild að bandalaginu skotið aftur upp kollinum í Svíþjóð og Finnlandi. Sjá einnig: „Rússarnir eru að sameina NATO“ Skrifstofa forseta Finnlands sagði frá því í dag að Sauli Niinistö, forseti, hefði hringt í Pútín í morgun. Meðal ananrs ræddu þeir um ástandið í Úkraínu og segir í yfirlýsingu Finna að Niinistö hafi ítrekað mikilvægi þess að halda friðinn í Evrópu. Þá sagði hann einnig að Finnar væru fullvalda þjóð og réðu einir um sína öryggisstefnu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður NATO Rúmenía Búlgaría Finnland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira