Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér

Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka.

Umræðan
Fréttamynd

„Fólki misbýður brask“

Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn.

Innlent
Fréttamynd

Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir af­sögn fjár­mála­ráð­herra

Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Lilja af­ruglar VG og bendir á Bjarna Ben

Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna.

Skoðun
Fréttamynd

Mold­viðri þyrlað upp

Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri. Íslandsbanki komst í eigu ríkissjóðs við uppgjör þrotabúa. Ríkissjóður tók yfir bankann og hann hefur orðið að verðmætri eign, um 270 milljarða króna virði þegar lögð eru saman verðmæti eignarhluta og arður til eigandans, Ríkissjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Við­skipta­ráð­herra segist hafa gagn­rýnt á­form í nefnd með for­sætis- og fjár­mála­ráð­herrum

Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta.

Innlent
Fréttamynd

Salan á Ís­lands­banka beri aug­ljós ein­kenni spillingar

„Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International.

Innlent
Fréttamynd

Óæskilegt ef minni fjár­festar seldu beint eftir út­boð

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er ríkisstjórn þjófa

Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Manns sem hefur sölsað undir sig kvóta í sjávarbyggðum um allt land og skilið fólk eftir atvinnu- og eignalaust.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæla banka­sölunni á Austur­velli

Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­þing­maður vill stjórn og for­stjóra Banka­sýslunnar frá

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Mörgum spurningum ósvarað

Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu.

Skoðun