Slökkvilið

Fréttamynd

Þrjá­tíu manns með að­­setur á hæðinni í Vatna­görðum

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Annar tankurinn sprakk og minnti á jarðskjálfta

Sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Þar sem sprengingin er ekki talin tengjast dælunni og bensínstöðinni hefur vinnueftirlitið ekki lengur aðkomu að rannsókn málsins. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Varar fólk við að hamstra elds­neyti

Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því.

Innlent
Fréttamynd

Einn á slysa­deild eftir á­rekstur

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í arni á Arnarneshæð

Slökkviliðsmenn fóru í útkall á Arnarneshæð í dag vegna elds í arni. Ekki liggur fyrir enn fyrir hvort eldurinn hafi farið úr böndunum eða af hverju slökkvilið var kallað til.

Innlent
Fréttamynd

Treysta sér ekki til að drekka krana­vatn á slökkvi­stöðinni

Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. 

Innlent
Fréttamynd

„Það fyrsta sem ég reyndi að gera var að opna hurðina“

Slökkvilið var með mikinn viðbúnað þegar eldur kom upp í gámahúsi í Örfirsey í morgun en húsið reyndist mannlaust. Starfsmaður Olíudreifingar sem hringdi á neyðarlínuna segir eldinn hafa virst lítinn í fyrstu en hann hafi fljótt orðið að stóru báli.

Innlent
Fréttamynd

Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó

Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúð við Írabakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu fyrir klukkan níu í morgun eftir að eldur kom upp í íbúð við Írabakka í Breiðholti í Reykjavík. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gámahúsum á Örfirisey

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámahúsi á Örfirisey í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn og þrír sjúkrabílar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

„Mamma, það er eldur!“

Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legt að tvö hundruð svín hafi drepist í elds­voða

Allt tiltækt lið Brunavarna Austur-Húnvetninga var kallað í morgun vegna elds í svínabúi við Skriðuland í Langadal. Talið er að rúmlega tvö hundruð svín hafi drepist í brunanum en þó er útlit fyrir að tekist hafi að bjarga fimm til sex hundruð svínum.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu kettlingum úr brennandi hús­næði

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu sinnti níu útköllum með dælubílum síðasta sólarhringinn. Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Garðabæ þar sem íbúar komust út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði kettlingum út úr húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stærðarinnar smíðaverkstæði brunnið í Fljótsdal

Fjárhús við bæinn Víðivelli 1 í Fljótsdalshreppi stendur í ljósum logum eftir að eldur kom upp í því um klukkan 21 í kvöld. Slökkvistarf gengur vel og hvorki menn né málleysingjar voru í húsunum, enda hefur það um árabil verið notað sem smíðaverkstæði.

Innlent
Fréttamynd

Eitt helsta kenni­leiti Vestur­bæjar stór­skemmt

Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný.

Innlent