Danmörk

Fréttamynd

Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki

Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt.

Lífið
Fréttamynd

Trump sé til­búinn að ganga „eins langt og nauð­syn­legt er“ gagn­vart Græn­landi

Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Plötuverslun snið­gengur Björk og tekur tón­list hennar úr hillum

Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins.

Lífið
Fréttamynd

Vill senda danska her­menn til Græn­lands

Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Óska eftir fundi með Rubio

Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Var með fleiri en fimm­tíu hunda á heimilinu

Það var nokkuð óvenjuleg sjón sem blasti við dönskum lögreglumönnum þegar þeir gerðu húsleit á heimili 58 ára gamallar konu í Ribe á Jótlandi í desember. Í húsinu hélt konan fleiri en fimmtíu hunda sem er langt umfram það sem lög heimila í Danmörku. Þar að auki þóttu aðstæður dýranna ekki viðunandi og hefur síðan þurft að lóga nokkrum hundanna.

Erlent
Fréttamynd

At­lants­hafs­banda­lagið gæti aldrei orðið samt

Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land stendur þétt með vinum sínum“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er meðal þeirra norrænu leiðtoga sem lýst hafa yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í framhaldi af enn einum ummælum Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir ósk sinni um að eignast Grænland.

Innlent
Fréttamynd

„Ég neyðist til að segja það hreint út“

„Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

„BRÁÐUM“

„BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki Elds með málmana sem Trump girnist á Græn­landi

Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Banda­ríkin eiga ekki að taka yfir Græn­land“

Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum.

Erlent
Fréttamynd

Byrjunarverð hjá NiceAir tæp­lega sex­tíu þúsund krónur

Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í Tívolí

Eldur kviknaði í Látbragðsleikhúsinu í Tívólígarðinum í Kaupmannahöfn í morgun. Slökkvilið er á vettvangi en engan hefur sakað. Veitingastaður í Tívolí hefur verið rýmdur.

Erlent
Fréttamynd

Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent