Kjaramál Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. Innlent 13.2.2023 16:38 Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. Innlent 13.2.2023 15:30 Er ekki tímabært að tengja? Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna. Skoðun 13.2.2023 15:01 Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala? Í vetur hafa ákveðnir stjórnmálamenn og forkólfar hagsmunasamtaka fyrirtækja á almennum markaði, ekki unnt sér hvíldar. Afbökuð orðræða um opinbera starfsmenn hefur einkennt málflutning þeirra og með litríkum spunameistaraæfingum er hamrað á því að hvítt sé svart. Og reyndar einnig að svart sé hvítt. Skoðun 13.2.2023 14:30 Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. Innlent 13.2.2023 12:38 Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. Neytendur 13.2.2023 11:28 Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. Innlent 13.2.2023 09:46 Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Neytendur 12.2.2023 19:28 Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. Innlent 12.2.2023 13:13 Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Innlent 12.2.2023 09:57 Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Innlent 11.2.2023 13:23 „Mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu“ Kristján Þórður Snæbjarnason, forseti Alþýðusambands Íslands segist styðja Eflingu í kjarabaráttunni og hyggst mæta til verkfallsvörslu. Innlent 11.2.2023 08:13 „Grátklökk millistéttarályktun“ Alþýðusambandsins Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skýtur föstum skotum á Kristján Þórð Snæbjarnarsson forseta ASÍ og krefst þess að miðstjórn sambandsins skýri nánar ályktun sem birt var í dag. Hún segir réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Innlent 10.2.2023 19:16 Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. Innlent 10.2.2023 16:32 Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Innlent 10.2.2023 11:27 Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. Innlent 10.2.2023 10:57 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. Innlent 9.2.2023 23:46 Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. Innlent 9.2.2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. Innlent 9.2.2023 15:41 „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Innlent 9.2.2023 06:23 Verkalýðsfélög, eingöngu fyrir útvalda Í sérstakri bókun við nýjan kjarasamning VR og LÍV við Félag atvinnurekenda segir að félögin ætli að sameinast um að setja þrýsting á stjórnvöld til að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. Í bókuninni er jafnframt fullyrt að slík aðgerð sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Skoðun 8.2.2023 22:01 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Viðskipti innlent 8.2.2023 19:43 Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. Viðskipti 8.2.2023 19:20 Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Innlent 8.2.2023 18:22 Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. Innlent 8.2.2023 16:55 Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. Innlent 8.2.2023 16:00 Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. Innlent 9.2.2023 12:09 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. Innlent 8.2.2023 14:53 Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. Viðskipti innlent 8.2.2023 13:41 Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ Innherji 8.2.2023 11:31 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 156 ›
Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. Innlent 13.2.2023 16:38
Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. Innlent 13.2.2023 15:30
Er ekki tímabært að tengja? Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna. Skoðun 13.2.2023 15:01
Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala? Í vetur hafa ákveðnir stjórnmálamenn og forkólfar hagsmunasamtaka fyrirtækja á almennum markaði, ekki unnt sér hvíldar. Afbökuð orðræða um opinbera starfsmenn hefur einkennt málflutning þeirra og með litríkum spunameistaraæfingum er hamrað á því að hvítt sé svart. Og reyndar einnig að svart sé hvítt. Skoðun 13.2.2023 14:30
Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. Innlent 13.2.2023 12:38
Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. Neytendur 13.2.2023 11:28
Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. Innlent 13.2.2023 09:46
Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Neytendur 12.2.2023 19:28
Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. Innlent 12.2.2023 13:13
Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Innlent 12.2.2023 09:57
Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Innlent 11.2.2023 13:23
„Mun að sjálfsögðu þiggja gott boð um að mæta í verkfallsvörslu“ Kristján Þórður Snæbjarnason, forseti Alþýðusambands Íslands segist styðja Eflingu í kjarabaráttunni og hyggst mæta til verkfallsvörslu. Innlent 11.2.2023 08:13
„Grátklökk millistéttarályktun“ Alþýðusambandsins Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skýtur föstum skotum á Kristján Þórð Snæbjarnarsson forseta ASÍ og krefst þess að miðstjórn sambandsins skýri nánar ályktun sem birt var í dag. Hún segir réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. Innlent 10.2.2023 19:16
Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. Innlent 10.2.2023 16:32
Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Innlent 10.2.2023 11:27
Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. Innlent 10.2.2023 10:57
Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. Innlent 9.2.2023 23:46
Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. Innlent 9.2.2023 21:00
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. Innlent 9.2.2023 15:41
„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Innlent 9.2.2023 06:23
Verkalýðsfélög, eingöngu fyrir útvalda Í sérstakri bókun við nýjan kjarasamning VR og LÍV við Félag atvinnurekenda segir að félögin ætli að sameinast um að setja þrýsting á stjórnvöld til að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. Í bókuninni er jafnframt fullyrt að slík aðgerð sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Skoðun 8.2.2023 22:01
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Viðskipti innlent 8.2.2023 19:43
Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. Viðskipti 8.2.2023 19:20
Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Innlent 8.2.2023 18:22
Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. Innlent 8.2.2023 16:55
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. Innlent 8.2.2023 16:00
Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. Innlent 9.2.2023 12:09
Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. Innlent 8.2.2023 14:53
Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. Viðskipti innlent 8.2.2023 13:41
Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ Innherji 8.2.2023 11:31