Þetta segir í nýútgefnum útreikningum Hagstofunnar á óleiðréttum launamun karla og kvenna á síðasta ári.
Þar segir að Launamunur hafi aukist eftir aldri og munurinn verið 0,7 prósent á meðal 24 ára og yngri, 8,8 prósent í aldurshópnum 35 til 44 ára og 16,3 prósent á meðal 55 til 64 ára.
Launamunur karla og kvenna eftir starfsstétt hafi verið á bilinu –0,5 prósent hjá skrifstofufólki og 20,5 prósent á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks.
Kynbundin skipting í störf útskýrir muninn
Á vef Hagstofunnar segir að ein helsta skýring þess launamunar sem er til staðar á Íslandi sé kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar, samanber rannsókn á launamun karla og kvenna sem kom út árið 2021.
Þar komi fram að um 43 kvenna kvenna sem voru á vinnumarkaði árið 2019 störfuðu hjá hinu opinbera en einungis um 15 prósent karla. Launamunur hafi verið 13,5 prósent á almennum vinnumarkaði, 9,1 prósent hjá starfsfólki ríkisins og 6,1 prósent á meðal starfsfólks sveitarfélaga.
Þá segir að launadreifing eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn sýni áhrif kynskipts vinnumarkaðar þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í lægra launuðum störfum en karlar.
Í grafinu hér að neðan má sjá launamun eftir starfsstéttum: