NBA

Fréttamynd

Nefbrotinn Nash nennir ekki að væla

Steve Nash er ekkert að væla yfir því að vera með brotið nef. Hann býst við að geta beitt sér að fullu í fjórða leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í nótt. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Líflína hjá Orlando Magic

Strákarnir í Orlando Magic björguðu andlitinu í úrslitarimmunni við Boston Celtics með því að klóra í bakkann í nótt. Eftir 96-92 sigur í framlengdum leik er staðan í einvíginu 3-1 fyrir Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

Sektaður um 13 milljónir fyrir að tala um LeBron

Mark Cuban, hinn skautlegi eigandi Dallas Mavericks, hefur verið sektaður um 100.000 Bandaríkjadali fyrir það eitt að tala um LeBron James. Ekki tala við hann, heldur tala um hann. Upphæðin nemur tæpum 13 milljónum íslenskra króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Barack Obama hvetur LeBron James til að fara til Chicago Bulls

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvetur LeBron James til að ganga til liðs við Chicago Bulls í sumar. James er að skoða möguleikana sína en Chicago hefur verið talinn einn af líklegum áfangastöðum yfirgefi hann æskuslóðirnar í Ohio. Obama er einmitt frá Chicago.

Körfubolti
Fréttamynd

Stoudemire fór á kostum í sigri Suns

Amare Stoudemire spilaði sinn besta leik á ferlinum þegar hann leiddi Phoenix til 109-118 sigurs gegn Los Angeles Lakers í nótt. Phoenix minnkaði muninn í einvíginu þar með í 2-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston fíflaði Orlando á heimavelli

Boston Celtics slátraði Orlando Magic á heimavelli sínum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, 94-71. Staðan í rimmunni er nú 3-0 og getur Boston nú tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næstu viðureign.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston komið í 2-0

Boston Celtics er komið hálfa leið í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina í úrslitum Austurstrandarinnar gegn Orlando og báða á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe sá um Phoenix

Kobe Bryant fór mikinn í liði Lakers í nótt sem vann afar öruggan sigur á Phoenix, 128-107, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston komið í 1-0

Boston Celtics er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Orlando Magic í úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Borgarstjórinn í New York: LeBron myndi elska það að búa í New York

Michael Bloomberg, borgarstjórinn í New York City, lét hafa það eftir sér í dag að ef LeBron James myndi leita ráða hjá honum þá myndi hann gera allt til þess að selja honum þá hugmynd að koma til New York borgar til að spila með annaðhvort New York Knicks eða verðandi Brooklyn Nets (nú New Jersey Nets).

Körfubolti
Fréttamynd

Boston sló Cleveland úr leik

Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston burstaði Cleveland - LeBron á leiðinni í sumarfrí?

Boston Celtics fór illa með LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt og er Boston því komið 3-2 yfir í einvíginu. Boston vann leikinn með 32 stiga mun, 120-88, og getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri á heimavelli í næsta leik sem fer fram aðfaranótt föstudagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Phoenix sópaði út San Antonio Spurs

Phoenix Suns þurfti bara fjóra leiki til þess að slá San Antonio Spurs út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix vann 107-101 sigur í fjórða leik liðanna í San Antonio í nótt og er fyrsta liðið síðan 2001 til þess að sópa út San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Rondo afgreiddi Cleveland

Boston Celtics náði að jafna rimmuna gegn Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í kvöld með góðum heimasigri, 97-87.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers og Orlando komin í 3-0

Los Angeles Lakers og Orlando Magic eru svo gott sem komin í úrslitarimmu sinna deilda eftir sigur á andstæðingum sínum í nótt. Bæði lið leiða sína seríu, 3-0.

Körfubolti
Fréttamynd

Dýr handklæðasveifla hjá Ainge

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að sveifla handklæði er leikmaður Cleveland tók vítaskot í leik liðsins gegn Boston á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Lið ársins í NBA-deildinni

Í gær var tilkynnt um valið á liði ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. Leikmaður ársins, LeBron James, og varnarmaður ársins, Dwight Howard, eru að sjálfsögðu í liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Atlanta réð ekkert við Dwight Howard

Orlando Magic er komið í 2-0 gegn Atlanta Hawks í rimmu liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Orlando vann annan tiltölulega auðveldan sigur í nótt, 112-98.

Körfubolti