Lífeyrissjóðir Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum. Innherji 27.5.2022 09:18 Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. Innlent 23.5.2022 22:26 Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Skoðun 20.5.2022 17:30 Formaður Birtu segir haghafa vilja stýra sjóðnum úr fjarlægð Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs, segir að á síðasta ári hafi sumir haghafar viljað stýra lífeyrissjóðnum úr fjarlægð. Mikilvægt sé að leyfa þeim sem hafa umboð til ákvarðana að stýra eignum sjóðsins milli ársfunda. Innherji 19.5.2022 13:30 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. Innherji 19.5.2022 08:01 Kjósið úr sófanum Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Skoðun 16.5.2022 15:01 AGS segir að efla þurfi eftirlit með lífeyrissjóðum Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að styrkja þurfi heimildir Seðlabanka Íslands til að hafa eftirlit með stjórnarháttum og áhættustýringu íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndarinnar sem hefur verið hér landi undanfarna daga til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. Innherji 11.5.2022 10:53 Bjarni Kristinn ráðinn áhættustjóri Lífsverks Bjarni Kristinn Torfason hefur verið ráðinn áhættustjóri Lífsverks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsverk. Innlent 9.5.2022 17:15 Sögulegur vöxtur í óverðtryggðum lánum lífeyrissjóða til heimila Stöðug ásókn er hjá heimilunum í að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum og hefur vöxturinn margfaldast á undanförnum mánuðum eftir að sjóðirnir fóru að bjóða upp á umtalsvert betri kjör á slíkum lánum en viðskiptabankarnir. Innherji 5.5.2022 11:07 Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. Neytendur 3.5.2022 17:53 Erfitt fyrir sjóðina að kaupa í Marel vegna umsvifa í Rússlandi, segir greinandi Marel þarf að svara fyrir viðskipti sín í Rússlandi þótt lítil séu og á meðan það heldur umsvifum sínum þar óbreyttum kann að vera erfitt fyrir lífeyrissjóði að réttlæta aukningu á eignarhlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í hlutabréfayfirliti greiningarstofunnar Jakobsson Capital. Innherji 28.4.2022 16:16 Loðnuvinnslan metin á ellefu milljarða í kaupum Lífsverks á sex prósenta hlut Lífeyrissjóðurinn Lífsverk bættist við hluthafahóp Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á liðnu ári þegar sjóðurinn keypti samtals um 5,6 prósenta hlut í útgerðarfyrirtækinu. Innherji 27.4.2022 10:00 Benedikt verður tryggingastærðfræðingur Gildis Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn til að sinna verkefnum tengdum tryggingastærðfræði hjá Gildi lífeyrissjóði en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu sjóðsins. Klinkið 20.4.2022 14:01 Formaður Gildis segir stöðu sjóðsins ósjálfbæra til framtíðar Staða Gildis lífeyrissjóð er ósjálfbær til framtíðar sem þýðir að yngri kynslóðum er lofað hærri lífeyrir en hægt er að standa við. Þetta kemur fram í ávarpi Gylfa Gíslasonar, stjórnarformanns Gildis og framkvæmdastjóra Jáverks, í nýbirtri árskýrslu sjóðsins en hann telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða svo að bregðast megi við þessu ójafnvægi. Innherji 20.4.2022 13:00 LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu. Innherji 11.4.2022 18:32 Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Innlent 10.4.2022 12:15 Stjórnandi hjá Festu keypti í útboði Íslandsbanka samhliða sjóðnum Forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs tók þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka samhliða lífeyrissjóðnum í gegnum félag sem er að stórum hluta í hans eigu. Samkvæmt svari frá Festu hafði hann ekki aðkomu að ákvörðun félagsins um þátttöku í útboðinu. Innherji 8.4.2022 09:39 Einn fagfjárfesta segir bréfin hafa verið undirverðlögð Einn þeirra fjárfesta sem keyptu hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum segir að bréfin hafi verið undirverðlögð. Viðskipti innlent 8.4.2022 07:24 Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Innlent 7.4.2022 12:26 Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021. Innherji 6.4.2022 18:11 Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Innlent 6.4.2022 16:00 Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019 Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir. Innherji 6.4.2022 11:47 Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega. Innherji 5.4.2022 17:43 Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. Innherji 4.4.2022 18:21 Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut. Innherji 1.4.2022 12:17 Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar ekki „tískufyrirbæri,“ segir formaður LIVE Með því að marka sér heildstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar er Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) á engan hátt á sama tíma að slá af kröfum um arðbærni og áreiðanleika fjárfestinga. Stefnan er hins vegar sett á fjárfestingar sem standast breyttar kröfur til þeirra sem eru „óðum að verða ráðandi í heiminum,“ einkum hjá stærstu fjárfestunum. Innherji 29.3.2022 07:01 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. Viðskipti innlent 28.3.2022 13:00 Eignarhaldið á Promens að færast aftur í hendur íslenskra fjárfesta Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, eru að ganga í sameiningu frá kaupum á starfsemi Promens hér á landi af bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Berry Global sem er eigandi plastframleiðslufyrirtækjanna Sæplasts og Tempra. Kaupverðið er talið vera samtals á annan tug milljarða króna. Innherji 23.3.2022 06:00 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. Innherji 22.3.2022 16:00 Kísilverið á Bakka réttum megin við núllið eftir hækkanir á verði kísilmálms Kísilverið á Bakka skilaði jákvæðri rekstarafkomu í fyrra eftir „uppörvandi frammistöðu“ á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu þýska félagsins PCC, sem er aðaleigandi kísilversins. Innherji 22.3.2022 11:16 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 20 ›
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum. Innherji 27.5.2022 09:18
Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. Innlent 23.5.2022 22:26
Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Skoðun 20.5.2022 17:30
Formaður Birtu segir haghafa vilja stýra sjóðnum úr fjarlægð Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs, segir að á síðasta ári hafi sumir haghafar viljað stýra lífeyrissjóðnum úr fjarlægð. Mikilvægt sé að leyfa þeim sem hafa umboð til ákvarðana að stýra eignum sjóðsins milli ársfunda. Innherji 19.5.2022 13:30
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. Innherji 19.5.2022 08:01
Kjósið úr sófanum Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Skoðun 16.5.2022 15:01
AGS segir að efla þurfi eftirlit með lífeyrissjóðum Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að styrkja þurfi heimildir Seðlabanka Íslands til að hafa eftirlit með stjórnarháttum og áhættustýringu íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndarinnar sem hefur verið hér landi undanfarna daga til að leggja mat á stöðu efnahagsmála. Innherji 11.5.2022 10:53
Bjarni Kristinn ráðinn áhættustjóri Lífsverks Bjarni Kristinn Torfason hefur verið ráðinn áhættustjóri Lífsverks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsverk. Innlent 9.5.2022 17:15
Sögulegur vöxtur í óverðtryggðum lánum lífeyrissjóða til heimila Stöðug ásókn er hjá heimilunum í að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum og hefur vöxturinn margfaldast á undanförnum mánuðum eftir að sjóðirnir fóru að bjóða upp á umtalsvert betri kjör á slíkum lánum en viðskiptabankarnir. Innherji 5.5.2022 11:07
Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. Neytendur 3.5.2022 17:53
Erfitt fyrir sjóðina að kaupa í Marel vegna umsvifa í Rússlandi, segir greinandi Marel þarf að svara fyrir viðskipti sín í Rússlandi þótt lítil séu og á meðan það heldur umsvifum sínum þar óbreyttum kann að vera erfitt fyrir lífeyrissjóði að réttlæta aukningu á eignarhlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í hlutabréfayfirliti greiningarstofunnar Jakobsson Capital. Innherji 28.4.2022 16:16
Loðnuvinnslan metin á ellefu milljarða í kaupum Lífsverks á sex prósenta hlut Lífeyrissjóðurinn Lífsverk bættist við hluthafahóp Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á liðnu ári þegar sjóðurinn keypti samtals um 5,6 prósenta hlut í útgerðarfyrirtækinu. Innherji 27.4.2022 10:00
Benedikt verður tryggingastærðfræðingur Gildis Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn til að sinna verkefnum tengdum tryggingastærðfræði hjá Gildi lífeyrissjóði en þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu sjóðsins. Klinkið 20.4.2022 14:01
Formaður Gildis segir stöðu sjóðsins ósjálfbæra til framtíðar Staða Gildis lífeyrissjóð er ósjálfbær til framtíðar sem þýðir að yngri kynslóðum er lofað hærri lífeyrir en hægt er að standa við. Þetta kemur fram í ávarpi Gylfa Gíslasonar, stjórnarformanns Gildis og framkvæmdastjóra Jáverks, í nýbirtri árskýrslu sjóðsins en hann telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða svo að bregðast megi við þessu ójafnvægi. Innherji 20.4.2022 13:00
LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu. Innherji 11.4.2022 18:32
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Innlent 10.4.2022 12:15
Stjórnandi hjá Festu keypti í útboði Íslandsbanka samhliða sjóðnum Forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs tók þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka samhliða lífeyrissjóðnum í gegnum félag sem er að stórum hluta í hans eigu. Samkvæmt svari frá Festu hafði hann ekki aðkomu að ákvörðun félagsins um þátttöku í útboðinu. Innherji 8.4.2022 09:39
Einn fagfjárfesta segir bréfin hafa verið undirverðlögð Einn þeirra fjárfesta sem keyptu hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum segir að bréfin hafi verið undirverðlögð. Viðskipti innlent 8.4.2022 07:24
Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Innlent 7.4.2022 12:26
Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021. Innherji 6.4.2022 18:11
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Innlent 6.4.2022 16:00
Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019 Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir. Innherji 6.4.2022 11:47
Vonbrigði ef seðlabankastjóri vill „losna við lífeyrissjóði“ af lánamarkaði Þótt það kunni að vera kostir og gallar við þátttöku lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði þá eru það „ákveðin vonbrigði“ að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki undir þann málflutning forsvarsmanna bankanna sem getur leitt til þess að þátttakendum á samkeppnismarkaði fækki verulega. Innherji 5.4.2022 17:43
Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. Innherji 4.4.2022 18:21
Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut. Innherji 1.4.2022 12:17
Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar ekki „tískufyrirbæri,“ segir formaður LIVE Með því að marka sér heildstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar er Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) á engan hátt á sama tíma að slá af kröfum um arðbærni og áreiðanleika fjárfestinga. Stefnan er hins vegar sett á fjárfestingar sem standast breyttar kröfur til þeirra sem eru „óðum að verða ráðandi í heiminum,“ einkum hjá stærstu fjárfestunum. Innherji 29.3.2022 07:01
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. Viðskipti innlent 28.3.2022 13:00
Eignarhaldið á Promens að færast aftur í hendur íslenskra fjárfesta Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, eru að ganga í sameiningu frá kaupum á starfsemi Promens hér á landi af bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Berry Global sem er eigandi plastframleiðslufyrirtækjanna Sæplasts og Tempra. Kaupverðið er talið vera samtals á annan tug milljarða króna. Innherji 23.3.2022 06:00
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. Innherji 22.3.2022 16:00
Kísilverið á Bakka réttum megin við núllið eftir hækkanir á verði kísilmálms Kísilverið á Bakka skilaði jákvæðri rekstarafkomu í fyrra eftir „uppörvandi frammistöðu“ á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu þýska félagsins PCC, sem er aðaleigandi kísilversins. Innherji 22.3.2022 11:16
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent