Lífeyrissjóðir

Fréttamynd

Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair

Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði

Innlent
Fréttamynd

LIVE stækkar um 118 milljarða

Fyrstu níu mánuði ársins hefur Lífeyrissjóður verzlunarmanna stækkað sem nemur 118 milljörðum króna. Þetta kom fram á fundi fulltrúaráðs sjóðsins sem haldinn var í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ábyrgð og ávöxtun líklegir förunautar

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að ábyrg fjárfestingarstefna sé líkleg til að vera farsæl. Mikilvægt sé að taka umræðu um mál er varða aðra þætti en þá fjárhagslegu í rekstri fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum

Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór vonsvikinn

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti.

Innlent
Fréttamynd

Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus

Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma

Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðrún nýtur áfram trausts formanns VR

Guðrún Johnsen var stjórnarformaður Arion banka þegar ráðningarsamningi við þáverandi bankastjóra var breytt. VR hefur skipað Guðrúnu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Formaður VR segist „treysta henni fullkomlega“

Viðskipti innlent