Reykjavík

Fréttamynd

FM Belfast bætir við auka­tón­leikum

FM Belfast mun bæta við aukatónleikum í Austurbæjarbíói þann 17. október eftir að tónleikar þeirra 18. október seldust upp á örskammri stundu og færri komust að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Manneklan er víða

Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Sleppt lausum eftir yfir­heyrslu

Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í próf­kjör, borgar­full­trúar undir feldi og hugsan­lega sótt að Heiðu

Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn og stal bjórkútum

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í í­búð í Bakka­hverfi

Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega.

Innlent
Fréttamynd

Móðir í Breið­holti hjólar 5.000 kíló­metra

Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól.

Skoðun
Fréttamynd

Peninga­kassa stolið af hóteli í mið­bæ Reykja­víkur

Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Breyta Hlöðunni í fræðslu­setur fyrir 88 milljónir

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að hefja innkaupaferli og framkvæmdir við hina svokölluðu Hlöðu í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum og breyta henni í sérstakt fræðslurými. Eftir „rýni í framkvæmdaáætlun“ er heildarkostnaður við verkið nú áætlaður 88 milljónir í stað 115 milljóna. Borgarfulltrúar meirihlutans fagna framkvæmdinni á meðan borgarfulltrúar í minnihluta telji hana vart geta talist forgangsverkefni í núverandi árferði.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Aga­leysi bítur

„Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms.

Skoðun
Fréttamynd

Biðla til fólks að taka vel á móti sölu­mönnum þó svikahrappar séu á ferð

Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis.

Innlent
Fréttamynd

Endur­byggja gömul hús úr mið­bæ Reykja­víkur á Sel­fossi

Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Menningarstríð í borginni

Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. 

Skoðun