Reykjavík

Fréttamynd

Ófremdarsástand og í­búum haldið í heljar­greipum

Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn.

Innlent
Fréttamynd

Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“

Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Sigga Heimis keypti ein­býli í Skerja­firði

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur fest kaup á einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði. Um er að ræða 170 fermetra hús sem byggt var árið 1987. Þegar húsið var auglýst til sölu var ásett verð 132,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Fljótandi ruslsuga fjar­lægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina

Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur.

Innlent
Fréttamynd

„Jóm­frúarræður“ séu barn síns tíma

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sjö ára fangelsi fyrir tvær til­raunir til manndráps

Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu.

Innlent
Fréttamynd

Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim

Ákveðið var á aðalfundi Blindrafélagsins að skora á stjórnvöld að koma Hljóðbókasafninu heim. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er kallað eftir því að safnið fái framtíðarhúsnæði í Hamrahlíð 17, þar sem það byrjaði árið 1982 og á eðlilegum samastað innan öflugs þjónustukjarna fyrir blint og sjónskert fólk.

Innlent
Fréttamynd

Betri borg

Nú hefur verið framkvæmd úttekt á 20 stórum verkefnum í stafrænni umbreytingu þjónustu Reykjavíkurborgar, sem voru hluti af átakinu sem hófst árið 2020. Árangurinn af þeim er einstaklega góður.

Skoðun
Fréttamynd

Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fast­eigna­mati

Egill Ásbjarnarson, einn eigandi herrafataverslunarinnar Suitup Reykjavík, hefur fest kaup á 80 fermetra íbúð við Hallgerðargötu í Reykjavík. Fasteignamat eignarinnar er rúmar 79,5 milljónir króna, en Egill greiddi 74 milljónir fyrir hana.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legt par­hús í Hlíðunum

Við Skaftahlíð í Reykjavík er að finna glæsilegt parhús sem var byggt árið 1948. Arkitekt hússins er Hannes Davíðsson sem einnig teiknaði Kjarvalsstaði. Garðurinn er sérlega fallegur en fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson, þekktur sem Jón í Alaska, hannaði garðinn. Ásett verð er 180 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Þétting byggðar – nokkur mis­tök gjald­fella ekki stefnuna

Nýlega opnaði bakarí við Háteigsveg í Reykjavík á jarðhæð húss sem hafði staðið ónotuð í lengri tíma. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en það vekur áhuga að opnunin verður nokkrum árum eftir að lokið var við mjög stórt húsnæðisverkefni í grenndinni sem kennt er við Einholt/Þverholt.

Skoðun
Fréttamynd

Ógnaði ung­mennum með hníf

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um mann með hníf á lofti í miðborg Reykjavíkur. Maður var sagður hafa ógnað ungmennum með hnífnum. Hinir handteknu eru vistaðir í fangaklefa þar til ástand þeirra leyfir að við þá sé rætt.

Innlent
Fréttamynd

„Of­gnótt af van­nýttum stæðum“

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Verið er að um­breyta borginni en hvað viljum við?

Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Ljúkum því sem hafið er - ný bál­stofa í Gufu­nesi

Kirkjugarðar Reykjavíkur (KGRP) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun sem hefur rekið bálstofu í Fossvogi frá árinu 1948. Frá upphafi hefur þjónustan verið gjaldfrjáls fólki sem búsett er á Íslandi óháð trú eða lífsskoðun. Í stjórn kirkjugarðanna eru fólk frá öllum söfnuðum og lífsskoðunarfélögum sem hafa 1.500 safnaðarmeðlimi eða fleiri.

Skoðun
Fréttamynd

Borg þarf breidd, land þarf lausnir

Ég var svo dásamlega lánsöm að alast upp á heimili þar sem rætt var um stjórnmál og enn lánsamari með það að ekki voru öll sammála. Við borðið hjá ömmu þar sem ég dvaldi öllum mögulegum stundum voru sjónarmið sósíalista yfir í frjálshyggju og allt þar á milli rædd yfir kaffinu. Fólk ræddi málin, hækkaði stundum röddina en naut þess jafnframt að verja tíma saman og borða saman.

Skoðun