Reykjavík

Fréttamynd

„Núna er þetta bara blautbolakeppni“

Árlegt freyðivínshlaup í Elliðarárdalnum fór fram í gærkvöldi en þar klæðast keppendur sumarkjólum og dreypa á víni á milli þess sem þeir hlaupa fimm kílómetra leið.

Lífið
Fréttamynd

Róbert sá þriðji til að að­stoða Heiðu á rúmu hálfu ári

Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttir borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þráður draumur að halda hin­segin kvik­mynda­há­tíð

Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Reykja­vík - barnvæn höfuð­borg?

Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­tón­listar­hátíðin Extreme Chill haldin í sex­tánda sinn næstu helgi

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í sextánda sinn í Reykjavík dagana 3.-7. september. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru John Maus, Romeo Poirier, Antonina Nowacka og Patricia Wolf. Hátíðin fer fram á sex stöðum í miðbænum og verður skemmtistaðurinn Húrra enduropnaður sérstaklega fyrir hátíðina.

Tónlist
Fréttamynd

Loka Brút og Kaffi Ó-le

Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir hvern erum við að byggja?

Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern?

Skoðun
Fréttamynd

Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni

Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega.

Innlent
Fréttamynd

Varðturnarnir á bak og burt

Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga er­lendum fánum

Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til breytingar á gatna­mótum í kjöl­far bana­slyss

Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara.

Innlent
Fréttamynd

Náðu fullum þrýstingi í nótt

Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til

Forseti menntavísindasviðs Hí segir það gjörbyltingu fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins að sameinast undir einu þaki á háskólasvæðinu eftir að hafa verið á víð og dreif. Fréttastofa fékk forskot á sæluna og kíkti í heimsókn í Hótel Sögu.

Innlent
Fréttamynd

Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu

Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðing við starfs­lok kennara í Reykja­vík

Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu.   

Skoðun