Reykjavík

Fréttamynd

Bæta hjóla- og göngu­stíga í Breið­holti, Grafar­holti og í Elliða­ár­dal

Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Bústaða­kirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Af­ríku

Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Nemandi réðst á kennara á jóla­skemmtun í Ingunnarskóla

Tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík urðu fyrir árás nemanda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans í gær. Foreldrar hafa verið upplýstir um málið en hluti nemenda í fimmta til sjöunda bekk varð vitni að árásinni og var brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Þrír vasaþjófar hand­teknir á gisti­heimili Laugar­nes­hverfi

Þrír voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið eru grunað um skipulagðan þjófnað á stór höfuðborgarsvæðinu. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki matvælum, fjármunum og fleiru. Fyrst var greint frá á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Leitaði á lög­reglu­stöð til að komast úr járnunum

Lögregla rannsakar nú atvik þar sem bifreið var bakkað á barn en meiðsl barnsins eru sögð hafa verið minniháttar. Þá kom upp sérkennilegt atvik á vaktinni í gærkvöldi eða nótt þegar einstaklingur leitaði á lögreglustöð til að fá aðstoð til að komast úr handjárnum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið á­lag á bráðamóttökunni á Akur­eyri

Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri þessa dagana. Starfsfólk biðlar til fólks um að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Fjöldi leitar einnig á Landspítalann og Læknavaktina.

Innlent
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

Neytendur
Fréttamynd

Naustin án bíla og eins og „löber“ með ís­lensku prjóna­mynstri

Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð.

Innlent
Fréttamynd

Björg býður ungliðum til fundar

Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. 

Innlent
Fréttamynd

Reglu­lega til­kynnt um þjófnað á vatni

Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir það reglulega gerast að tengt sé fram hjá mæli og vatni stolið. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um þjófnað á vatni frá Veitum á byggingarsvæði í Grafarvogi. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð á Vínlandsleið, segir að á byggingarsvæðinu hafi verið að taka vatn fram hjá mæli. Um sé að ræða nýbyggingarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan

Tveir karlmenn sem handteknir voru í ruslageymslum í fjölbýlishúsi í Túnunum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags eru góðkunningjar lögreglu. Íbúi í húsinu fann reykjarlykt og áttaði sig í framhaldinu á því að líklega væri um óvelkomna gesti í ruslageymslunni að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar gefur ekki kost á sér

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí.

Innlent
Fréttamynd

Krafta­verk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum

Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Les­stofu Borgarskjalasafnsins lokað

Lesstofu Borgarskjalasafns á Tryggvagötu hefur formlega verið lokað. Öll starfsemi safnsins verður færð yfir á Þjóðskjalasafnið á næsta ári í sparnaðarskyni.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð Suður­lands­brautar

Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim.

Skoðun
Fréttamynd

„Ó­á­sættan­legt“ að taka borgar­full­trúa af gestalistanum

Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Alexandra sækist eftir oddvitasætinu

Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum.

Innlent