Reykjavík

Fréttamynd

Ekki viss um að heimilis­lausir hafi ekki vitað af opnun skýla

Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum.

Innlent
Fréttamynd

Skoði hvort borgin kaupi eigin snjó­ruðnings­tæki

Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka.

Innlent
Fréttamynd

Allt til­tækt lið Reykja­víkur­borgar að störfum

Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Kennurum varð að ósk sinni og skóla­stjórinn sagði upp

Skólastjóri Hvassaleitisskóla hefur óskað eftir því að láta af störfum og Reykjavíkurborg hefur fallist á ósk hans. Fyrir mánuði undirrituðu fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum.

Innlent
Fréttamynd

Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni

Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 

Innlent
Fréttamynd

Mannslíf í húfi

Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar

Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Kastaði af sér þvagi á miðri ak­braut

Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Eitt af verkefnum næturinnar var að hafa afskipti af manni sem stóð á miðri akbraut í miðbæ Reykjavíkur og kastaði af sér þvagi.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir hjá Strætó vegna ófærðar

Miklar tafir eru á ferðum strætisvagna í úthverfum borgarinnar vegna ófærðar. Viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakortinu og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er lífshættulegt ástand“

Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin.

Innlent
Fréttamynd

Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er

Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 

Innlent
Fréttamynd

Braust inn og stal sjóðs­vél

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynning barst um þjófnað og innbrot í fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur um klukkan þrjú í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skallaði lögregluþjón

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Þegar lögregluþjóna bar að garði skallaði maðurinn þó einn þeirra og var hann í kjölfarið handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif

Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum.

Innlent
Fréttamynd

Mögulega viðvarandi mengun í borginni

Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda

Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Innlent